Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Talmeinafræðingur - Geðheilsumiðstöð barna

Hefur þú áhuga á að taka þátt í starfi með börnum og unglingum með taugaþroskafrávik og/eða geðrænan vanda?

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins leitar að talmeinafræðingi til starfa hjá Geðheilsumiðstöð barna. Starfað er í þverfaglegu teymi, við ráðgjöf, greiningu og meðferð barna með taugaþroskafrávik og/eða geðrænan vanda Kennsla og ráðgjöf til annarra fagaðila ásamt vísindastörfum verður einnig mikilvægur hluti af starfinu.

Geðheilsumiðstöð barna (GMB) veitir 2. stigs heilbrigðisþjónustu á landsvísu fyrir fjölskyldur með börn frá meðgöngu að 18 ára aldri. Miðstöðin sinnir greiningu, ráðgjöf og meðferð vegna geð- og þroskavanda barna og unglinga ásamt því að styðja við tengslamyndun foreldra og barna frá 0-5 ára. Starfshópur GMB er þverfaglegur og vinnur eftir markvissu skipulagi með fagleg gæði að leiðarljósi. Áhersla er á gott viðmót og fjölskyldumiðaða þjónustu. GMB á reglulegt samstarf við þjónustuveitendur víðsvegar um landið og sinnir starfsþjálfun háskólanema á sviðinu.

Um er að ræða 100% ótímabundið starf, ráðið er í starfið frá 1. janúar nk. eða eftir nánara samkomulagi.

Helstu verkefni og ábyrgð

Talmeinafræðingur starfar í þverfaglegu teymi við greiningu, ráðgjöf barna með taugaþroskafrávik og/eða geðrænan vanda. Talmeinafræðingur leggur mat á málþroska, samskiptafærni og aðra færniþætti sem tengjast tali og máli með stöðluðum próf- og matstækjum og klínískum athugunum. Talmeinafræðingur veitir ráðgjöf og eftirfylgd eftir þörfum og  tekur virkan þátt í umbótastarfi og þróun þjónustu.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Íslenskt starfsleyfi sem talmeinafræðingur
  • Þekking og/eða reynsla sem nýtist í starfi
  • Sérþekking á málþroska barna/unglinga
  • Sérþekking á málþroskaröskun DLD æskileg
  • Mjög góð samskipta- og samstarfshæfni og færni til að starfa í teymi
  • Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Góð færni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku
  • Góð almenn enskukunnátta æskileg
Fríðindi í starfi

Heilsustyrkur 

Samgöngustyrkur

Advertisement published6. November 2025
Application deadline27. November 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Intermediate
Location
Vegmúli 3, 108 Reykjavík
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.ProactivePathCreated with Sketch.PositivityPathCreated with Sketch.Team work
Work environment
Professions
Job Tags