Háskóli Íslands
Háskóli Íslands
Háskóli Íslands

Sviðsstjóri kennslusviðs

Laust er til umsóknar fullt starf sviðsstjóra kennslusviðs Háskóla Íslands. Kennslusvið er eitt af níu stoðsviðum sameiginlegrar stjórnsýslu háskólans. Hlutverk þess er að hafa yfirumsjón með málefnum sem varða nám og kennslu við skólann, svo sem inntöku stúdenta, ráðgjöf við nemendur, gerð kennsluskrár, stuðning við starfsþróun kennara, innleiðingu rafrænna lausna í kennslu og fleira. Sviðinu er skipt upp í sjö starfseiningar og við það starfa rúmlega fimmtíu starfsmenn.

Sviðsstjóri og starfsfólk kennslusviðs starfa náið með aðstoðarrektor menntunar, lykilstjórnendum skólans, kennslumálanefnd, öðrum stoðeiningum, kennslustjórum og fræðasviðum skólans. Starf sviðsstjóra kennslusviðs heyrir undir rektor.

Helstu verkefni og ábyrgð

Sviðsstjóri kennslusviðs er næsti yfirmaður stjórnenda þeirra starfseininga sem heyra undir sviðið. Hann ber ábyrgð á að samhæfa starf þeirra og styðja við kennslumál á fræðasviðum. 

Helstu verkefni sviðsstjóra fela m.a. í sér:

  • Dagleg stjórn á starfsemi kennslusviðs, rekstri þess og mannauðsmálum
  • Ráðgjöf og stuðningur við rektor og aðra stjórnendur á málefnasviði kennslusviðs
  • Gerð fjárhagsáætlunar fyrir kennslusvið og eftirfylgni hennar
  • Ábyrgð á innleiðingu stefnu er varðar kennslumál
  • Vinna að þróun og umbótum innan kennslusviðs
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Framhaldsmenntun á háskólastigi sem nýtist í starfi 
  • Reynsla af starfsemi háskóla og þekking á þróun náms og kennsluhátta á háskólastigi 
  • Þekking og/eða reynsla af stjórnun og framkvæmd stefnumála
  • Leiðtogahæfni, frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Samstarfshæfni og lipurð í mannlegum samskiptum 
  • Gott vald á framsetningu efnis í töluðu og rituðu máli bæði á íslensku og ensku 
Advertisement published18. December 2025
Application deadline5. January 2026
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Intermediate
EnglishEnglish
Required
Intermediate
Location
Sæmundargata 2, 101 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags