
Reykjavík - Mannauðs- og starfsumhverfissvið
Mannauðs- og starfsumhverfissvið hefur yfirumsjón með mannauðsmálum Reykjavíkurborgar og styður við stefnu og megináherslur borgaryfirvalda.
Starfsfólk sviðsins hefur umsjón og eftirlit með framkvæmd mannauðsstefnu, tryggir samræmi í framkvæmd og veitir stjórnendum ráðgjöf. Auk þess annast sviðið mannauðsþjónustu fyrir miðlæga stjórnsýslu í Ráðhúsi og annast gerð kjarasamninga. Auk þess leggur sviðið ríka áherslu á stöðugt og gott samstarf við stjórnendur og mannauðsþjónustu sviða með það að markmiði að auka skilvirkni og gæði þjónustunnar og leggja grunn að góðri vinnustaðamenningu.

Sumarstarf á launaskrifstofu Reykjavíkurborgar
Mannauðs- og starfsumhverfissvið Reykjavíkurborgar óskar eftir þjónustulunduðum og nákvæmum háskólanema í sumarstarf á launaskrifstofu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Móttaka og vinnsla launagagna
- Vistun gagna í stafrænum skjalaskáp
- Útgáfa starfsvottorða
- Önnur tilfallandi verkefni tengd launa- og mannauðsmálum
Menntunar- og hæfniskröfur
- Stúdentspróf og/eða sambærileg menntun
- Nám á háskólastigi í viðskiptafræði, mannauðsstjórnun eða skyldum greinum er kostur
- Reynsla af tengdum verkefnum er kostur
- Skipulagshæfni, nákvæmni og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Góðir samskiptahæfileikar og lipurð í samskiptum
Advertisement published16. May 2025
Application deadline23. May 2025
Language skills

Required

Required
Location
Tjarnargata 11, 101 Reykjavík
Type of work
Skills
Payroll processingHuman resourcesHuman relationsBusiness administratorCustomer service
Work environment
Suitable for
Professions
Job Tags