
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Velferðasvið ber ábyrgð á áætlanagerð, samhæfingu og samþættingu verkefna á sviði velferðarþjónustu, eftirliti í samræmi við lög, reglur, samþykktir og pólitíska stefnu í velferðarmálum, mat á árangri og þróun velferðarþjónustu og nýrra úrræða og gerð þjónustusamninga um framkvæmd þjónustunnar. Velferðarsvið býr Reykjavíkurborg ennfremur undir að taka við nýjum velferðarverkefnum frá ríki svo sem í málefnum fatlaðra, öldrunarþjónustu og heilsugæslu.
Velferðarsvið ber ábyrgð á framkvæmd þjónustu á sviði velferðarmála, þar með talinni félagsþjónustu fyrir alla aldurshópa og barnavernd. Velferðarsvið ber ábyrgð á rekstri þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar og starfseininga sem undir þær heyra. Velferðarsvið vinnur með velferðarráði og barnaverndarnefnd og sinnir málefnum þeirra. Þjónustumiðstöðvar vinna með hverfaráðum í hverfum borgarinnar.
Velferðarsvið sér einnig um rekstur miðlægrar velferðarþjónustu þvert á borgina, átaksverkefna vegna endurhæfingar fólks, heildstæðu forvarnastarfi í Reykjavík, inntöku í húsnæðis- og búsetuúrræði, rekstur hjúkrunarheimila, rekstur framleiðslueldhúss og rekstur heimahjúkrunar í Reykjavík samkvæmt samningi við ríkið þar um.

Stuðningsfulltrúi óskast á íbúðakjarna í Grafarvogi
Sumarafleysing á íbúðakjarna fyrir fatlaða í Grafarvogi. Starfshlutfall eftir samkomulagi.
Kostur ef viðkomandi getur byrjað í helgarvinnu fljótlega.
Okkur vantar viðbót í frábæran starfsmannahóp á íbúðakjarna í Grafarvogi. Hér búa 6 konur, hver í sinni íbúð. Þjónustan er einstaklingsmiðuð og fer fram í hverri íbúð eins og hentar hverri og einni.
Starfsmaður þarf að geta unnið allar vaktir, morgun, kvöld og nætur, bæði virka daga og um helgar í afleysingum.
Í boði er bæði full vinna og hlutastörf.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Að hvetja og styðja einstaklinga til sjálfstæðs lífs með valdeflandi stuðningi og aðstoð.
- Að styðja einstaklinga við athafnir daglegs lífs s.s. við heimilishald og samfélagsþátttöku.
- Að sinna umönnun og vera vakandi yfir andlegri og líkamlegri líðan íbúa og aðstoða þá eftir þörfum hverju sinni.
- Að styðja einstaklinga til félagslegrar þátttöku s.s. að rækta félagstengsl, stunda afþreyingu og að sækja menningarviðburði.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Góð almenn menntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af starfi með fötluðum æskileg.
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum
- Frumkvæði, skipulagshæfni, stundvísi og sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Góð íslenskukunnátta B1 samkvæmt evrópska tungumálarammanum.
- Umsækjandi þarf að hafa náð 20 ára aldri.
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.
Advertisement published14. May 2025
Application deadline13. June 2025
Language skills

Required
Location
Vættaborgir 82, 112 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags
Other jobs (6)

Sumarafleysing á íbúðarkjarnann á Skúlagötu 46
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Við sköpum nýja framtíð í heimaþjónustu Reykjavíkurborgar
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Vaktavinna í neyðarskýli
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Virkniþjálfi í félagsstarfi
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Teymisstjóri á íbúðakjarna Barðastöðum
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Starfsmaður í þjónustukjarna við Sléttuveg- sumarstarf
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Similar jobs (12)

Sumarafleysing á íbúðarkjarnann á Skúlagötu 46
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Starfsmaður óskast á Miðskóga, heimili fatlaðs fólks í Garða
Garðabær

Traust aðstoðarmanneskja óskast á Suðurlandi
NPA miðstöðin

Frábær aðstoðarkona óskast í Hafnarfjörðinn
NPA miðstöðin

PA óskast í fullt starf/PA wanted for full-time position
Aðstoð óskast

Miðjan óskar eftir starfsfólki í dreifkjarna
Sumarstörf - Kópavogsbær

Óska eftir hressum húmoristum í teymið mitt!
NPA miðstöðin

Fjölbreytt og skemmtilegt sumarstarf í búsetukjarna
Búsetukjarnar í Skálahlíð

Frábærar aðstoðarkonur óskast
NPA miðstöðin

Velferðarsvið - starfsfólk í dagdvalir aldraðra
Reykjanesbær

Tenglar fyrir börn með miklar stuðningsþarfir - BS/BA gráða
Arnarskóli

Persónulegur aðstoðarmaður - Sumarstarf
NPA aðstoðarmaður