First Water
First Water starfrækir seiðaeldisstöð við Hveragerði og áframeldisstöð við Þorlákshöfn. Verkefnið nýtur afburða aðstæðna í Ölfusi þar sem gott aðgengi er að landrými, umhverfisvænni orku og ekki síst tæru ferskvatni og sjóvatni við kjörhitastig fyrir laxeldi. Uppbyggingin miðar að sjálfbærri og umhverfisvænni framleiðslu þar sem lax er alinn við kjöraðstæður í hreinum sjó sem dælt er upp í gegnum hraunlög á svæðinu og öll orka kemur frá endurnýjanlegum orkugjöfum vatns- og gufuaflsvirkjana Landsvirkjunar.
Lykillinn að velgengni félagsins mun liggja í mannauði þess og leggur félagið því mikla áherslu á að upp öflugan hóp reynslumikils og drífandi starfsfólks.
First Water kappkostar að bjóða upp á gott starfsumhverfi á skemmtilegum og samheldnum vinnustað
Stöðvastjóri
First Water leitar að öflugum aðila í starf stöðvastjóra í seiðaeldisstöð félagsins í Öxnalæk við Hveragerði.
Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:
- Daglegur rekstur stöðvar og framleiðslustýring
- Starfsmannastjórnun
- Verkstjórnun
- Kostnaðareftirlit
- Tryggja innra eftirlit, gæðastjórnun og smitvarnir stöðvar ásamt gæðastjóra.
- Áætlanagerð, skráningar og skýrslugerð.
Menntunar- og hæfniskröfur
-
Háskólamenntun í fiskeldi, líffræði, sjávarútvegsfræði eða önnur sambærilega menntun er kostur
- Haldgóð reynsla af fiskeldi er nauðsynleg
- Stjórnunarreynsla æskileg
- Frumkvæði og drifkraftur
- Skipulögð, sjálfstæð og öguð vinnubrögð
Nánari upplýsingar veitir Arnþór Gústavsson, yfirmaður ferskvatnseldis, arnthor.gustavsson@firstwater.is
Umsóknafrestur er til og með 16. febrúar 2025
First Water er framsækið íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem vinnur að uppbyggingu laxeldis á landi, og nýtir til þess náttúruauðlindir Íslands á sjálfbæran hátt. Lykillinn að velgengni félagsins mun liggja í mannauði þess og leggur félagið því ríka áherslu á öflugan hóp reynslumikils og drífandi starfsfólks.
Advertisement published18. January 2025
Application deadline16. February 2025
Language skills
No specific language requirements
Location
Öxnalækur , 816 Ölfus
Type of work
Professions
Job Tags