Thor landeldi ehf.
Thor landeldi ehf.
Thor landeldi ehf.

Starfsmenn í seiðaeldi

Thor landeldi leitar að framtíðarstarfsmönnum í seiðaeldi félagsins við Þorlákshöfn.

Félagið tekur á næstu vikum í notkun nýja og fullkomna seiðastöð að Laxabraut 35, rétt vestan við Þorlákshöfn og er leitað að starfsmönnum í fullt starf.

Vinnutími er frá 8:00 til 16:00 virka daga og til 15:00 á föstudögum. Jafnframt sinna starfsmenn bakvöktum, sem verða til að byrja með eina viku í mánuði.

Starfið felst í almennri umhirðu seiða og eftirliti, auk annarra tilfallandi starfa í seiðastöðinni.

Hæfniskröfur

  • Menntun og/eða reynsla á sviði fiskeldis er mikill kostur
  • Samviskusemi, áreiðanleiki og stundvísi
  • Frumkvæði, drifkraftur og geta til að vinna sjálfstætt
  • Jákvæðni og lipurð í samskiptum

Æskilegt er að starfsmenn seiðaeldisins búi í næsta nágrenni eða hafi að minnsta kosti aðsetur í nálægð við seiðastöðina á bakvaktarvikum.

Nánari upplýsingar veitir Sigurður Örn Jakobsson, stöðvarstjóri seiðaeldis, [email protected]

Umsóknarfrestur er til og með 25. maí nk.

Advertisement published8. May 2025
Application deadline25. May 2025
Language skills
EnglishEnglish
Required
Intermediate
IcelandicIcelandic
Required
Intermediate
Location
Laxabraut 35, Þorlákshöfn
Type of work
Professions
Job Tags