IKEA
IKEA
IKEA

Starfsmaður í útstillingum

IKEA leitar eftir starfsmanni í útstillingadeild. Starfið felur í sér stöðugt viðhald á verslun IKEA með framsetningu og útstillingum á nýjum og söluhvetjandi lausnum fyrir heimilið ásamt hönnun og framkvæmd á breytingum í versluninni.

Í útstillingadeild IKEA starfar um tuttugu manna teymi sérhæft á sviði útstillinga, innanhúshönnunar, grafískrar hönnunar og iðnaðar við það að sinna daglegu viðhaldi verslunarinnar og skapa sölulausnir sem styðja við hugmyndafræði og stefnu fyrirtækisins. Starfið krefst samstarfs við flestar aðrar deildir fyrirtækisins.

Starfið felur í sér að undirstrika sérstöðu IKEA með útstillingum og nýtingu verslunarrýmisins með því að sýna fjölbreytt vöruúrval og söluhvetjandi lausnir fyrir heimili.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun á sviði útstillinga, vöruhönnunar, annarar hönnunar eða listgreina
  • Skapandi hugsun
  • Listrænir hæfileikar og auga fyrir fagurfræði
  • Geta til að vinna í hröðu verslunarumhverfi
  • Hæfni til að forgangsraða og vinna undir álagi
  • Kunnátta á teikniforritið Revit eða önnur sambærileg teikniforrit er kostur
  • Skilningur á þörfum viðskiptavina
  • Áhugi á hönnun, húsgögnum og húsbúnaði
  • Góð samskiptafærni og jákvæðni
  • Gott vald á ensku
Fríðindi í starfi
  • Skapandi og skemmtileg störf og mikla möguleika á að þróast og vaxa í starfi
  • Skemmtilega vinnufélaga
  • Niðurgreiddan heilsusamlegan mat með vegan valkosti og salatbar
  • Fría ávexti og hafragraut alla daga
  • Árlegan heilsueflingarstyrk ásamt frírri heilsufarsskoðun
  • Afslátt af IKEA vörum
  • Samgöngustyrk fyrir þá sem nýta sér vistvænan og heilsusamlegan samgöngumáta til og frá vinnu
  • Ýmsa viðburði á vegum fyrirtækisins ásamt virku starfsmannafélagi sem stendur fyrir reglulegum viðburðum
  • Aðgengi að sumarbústaði til einkanota
Advertisement published18. October 2024
Application deadline1. November 2024
Language skills
IcelandicIcelandicExpert
EnglishEnglishVery good
Location
Kauptún 4, 210 Garðabær
Type of work
Professions
Job Tags