Fífusalir
Fífusalir
Fífusalir

Starfsmaður í sérkennslu í Heilsuleikskólanum Fífusölum

Heilsuleikskólinn Fífusalir er 6 deilda leikskóli í Salahverfi í Kópavogi. Þar starfa um 35 manns með 106 börnum. Leikskólinn er Heilsuleikskóli og starfar eftir Heilsustefnu Unnar Stefánsdóttir. Einnig er unnið eftir kenningum John Dewey og Berit Bae. Frábær starfsmanna- og barnahópur. Leitað er að metnaðarfullum einstakling sem hefur áhuga á að starfa í þverfaglegu teymi í stuðningi við börn með þroskafrávik.

Athygli er vakin á því að Kópavogsbær hefur samþykkt 6 tíma gjaldfrjálsan leikskóla ásamt auknum sveigjanleika og takmörkunum í opnunartíma leikskóla í dymbilviku, milli jóla og nýárs og vetrarfríum. Hér má sjá meira um það Sex tíma gjaldfrjáls leikskóli og aukinn sveigjanleiki | Kópavogsbær (kopavogur.is)

Einkunnarorð skólans eru: Virðing - Uppgötvun - Samvinna

Nánari upplýsingar um leikskólann má finna á http://fifusalir.kopavogur.is/

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Starfið felur í sér stuðning við börn með þroskafrávik.
  • Unnið er í þverfaglegri teymisvinnu þar sem foreldrar gegna stóru hlutverki.
  • Unnið er eftir einstaklingsnámskrá.
  • Áhersla lögð á fagleg vinnubrögð.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Þroskaþjálfamenntun eða önnur uppeldismenntun. 
  • Sérkennaramenntun.
  • Ábyrgð í starfi og jákvætt viðhorf.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Lausnamiðuð hugsun.
  • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi.
  • Íslenskukunnátta er skilyrði.
Fríðindi í starfi

Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins

Styttri vinnuvika, stytting að hluta til notuð í vetrarfrí, milli jóla og nýárs og dymbilviku

Frír matur

Advertisement published1. July 2025
Application deadline6. August 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
Location
Salavegur 4, 201 Kópavogur
Type of work
Professions
Job Tags