Bernharð Laxdal
Bernharð Laxdal

Starfsmaður í kvenfataverslun - Hlutastarf

Bernharð Laxdal leitar að söludrifnum starfsmanni í verslunina okkar Skipholti.

Verkefni starfsmannsins eru einna helst þjónusta við viðskiptavini, en okkar verslun leggur mikla áherslu á góða og faglega þjónustu. Gott er fyrir viðkomandi starfsmann að hafa áhuga á fötum, tísku og hafa gott auga fyrir útstillingu, auk góðrar tölvukunnáttu. Verkefnin geta orðið fleiri eftir því sem líður á.

Starfshlutfall er samkomulag, en viðkomandi verður að geta unnið nokkra laugardaga í mánuði.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Fagleg og persónuleg þjónusta við viðskiptavini
  • Vörumóttaka og skráning í DK 
  • Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla úr öðrum verslunarstörfum æskileg (ekki nauðsynleg)
  • Góð samskiptahæfni og þjónustulund
  • Áreiðanleiki og stundvísi
  • Jákvæðni og metnaður
  • Mjög góð íslenskukunnátta
Fríðindi í starfi
  • Fatapeningur
  • Afsláttur af vörum í búðinni 
  • Afslappað vinnuumhverfi
Advertisement published13. January 2026
Application deadline24. February 2026
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
EnglishEnglish
Required
Intermediate
Location
Skipholt 29B, 105 Reykjavík
Type of work
Work environment
Professions
Job Tags