
Benchmark Genetics Iceland hf.
Benchmark Genetics starfar í 7 löndum; Vietnam, Bretlandi, Noregi, Íslandi, Bandaríkjunum, Chile og Kólumbíu.
Fyrirtækið starfar á sviði kynbóta í laxi og rækju og leggur áherslu á að bæta erfðaeiginleika, tryggja afhendingaröryggi og stuðla að sjálfbærum lausnum. Fyrirtækið býður einnig upp á arfgerðargreiningar og sérsniðna erfðagreiningaþjónustu fyrir fjölbreyttar tegundir í fiskeldi.

Starfsmaður í fiskeldi -Kollafjörður
Benchmark Genetics Iceland hf. óskar eftir að ráða einstakling í seiðaeldisstöð fyrirtækisins í Kollafirði. Í boði er starf hjá alþjóðlegu, framsæknu fyrirtæki sem hefur á að skipa metnaðarfullu og samhentu starfsfólki.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Almenn störf í starfsstöð okkar í Kollafirði í samræmi við gæða- og öryggisstefnu fyrirtækisins
- Fóðurgjöf, umhirða fiska, þrif á landkerum, viðhaldsvinna o.fl.
Menntunar- og hæfniskröfur
Skipulögð og öguð vinnubrögð
Samviskusemi, jákvæðni og lipurð í samskiptum
Reynsla og/eða nám úr fiskeldi er kostur
Fríðindi í starfi
- Hvetjandi starfsþróunarstefna
- Afmælisfrí á launum
- Niðurgreiddur matur
- Samgöngusamningur
- Heilsustyrkur
Advertisement published19. September 2025
Application deadline30. September 2025
Language skills
No specific language requirements
Location
Mógilsárvegur 1A, 116 Reykjavík
Type of work
Work environment
Professions
Job Tags