Einingaverksmiðjan
Einingaverksmiðjan
 Einingaverksmiðjan

Starfsmaður á verkstæði – fjölbreytt og spennandi verkefni

Einingaverksmiðjan leitar að öflugum starfsmanni á verkstæði fyrirtæksins. Um er að ræða 100% starf og er vinnutími frá kl. 08-16. Á verkstæði fyrirtækisins starfa fjórir starfsmenn, sem sinna mjög fjölbreyttum verkefnum.

Við leitum að skipulögðum og úrræðagóðum starfsmanni með mjög góða og fjölbreytta reynslu af viðhaldi og viðgerðum. Þá er lykilatriði að viðkomandi hafi viðurkennd suðuréttindi og mjög góða reynslu af almennri málmsmíði.

Einingaverksmiðjan sérhæfir sig í og framleiðir forsteyptar lausnir fyrir breiðan hóp viðskiptavina og hefur byggt upp gríðarlega sérþekkingu og áratuga verkkunnáttu. Hjá fyrirtækinu starfa um 80 starfsmenn.

Næsti yfirmaður er umsjónarmaður viðhalds- og húsnæðismála.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Rekstur & viðhald á verksmiðjuhúsnæði
  • Eftirlit með búnaði og viðhald tækja, eigna og búnaðar
  • Fyrirbyggjandi viðhald á tækjum, eignum og búnaði
  • Tryggja að tæki og búnaður sé í lagi þannig framleiðsla tefjist ekki eða stöðvist
  • Viðkomandi annast minniháttar viðgerðir. Aðkeypt þjónusta í stærri viðgerðir.
  • Tekur þátt í undirbúningi og framkvæmd breytinga og viðhalds á búnaði og vinnuvélum
  • Almenn málmsmíði
  • Önnur verkefni sem yfirmaður felur starfsmanni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Iðnmenntun æskileg s.s. bifvélavirkjum, vélvirkjun, stálsmíði  
  • Reynsla af sambærilegu starfi
  • Ökuréttindi
  • Vinnuvélaréttindi æskilegt
  • Suðuréttindi
  • Mjög góð enskukunnátta
  • Jákvætt viðmót og lipurð í mannlegum samskiptum
  • Sjálfstæð, fagleg og skipulögð vinnubrögð
Advertisement published13. September 2024
Application deadline22. September 2024
Language skills
EnglishEnglishVery good
Location
Koparhella 5
Type of work
Professions
Job Tags