Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Velferðasvið ber ábyrgð á áætlanagerð, samhæfingu og samþættingu verkefna á sviði velferðarþjónustu, eftirliti í samræmi við lög, reglur, samþykktir og pólitíska stefnu í velferðarmálum, mat á árangri og þróun velferðarþjónustu og nýrra úrræða og gerð þjónustusamninga um framkvæmd þjónustunnar. Velferðarsvið býr Reykjavíkurborg ennfremur undir að taka við nýjum velferðarverkefnum frá ríki svo sem í málefnum fatlaðra, öldrunarþjónustu og heilsugæslu.
Velferðarsvið ber ábyrgð á framkvæmd þjónustu á sviði velferðarmála, þar með talinni félagsþjónustu fyrir alla aldurshópa og barnavernd. Velferðarsvið ber ábyrgð á rekstri þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar og starfseininga sem undir þær heyra. Velferðarsvið vinnur með velferðarráði og barnaverndarnefnd og sinnir málefnum þeirra. Þjónustumiðstöðvar vinna með hverfaráðum í hverfum borgarinnar.
Velferðarsvið sér einnig um rekstur miðlægrar velferðarþjónustu þvert á borgina, átaksverkefna vegna endurhæfingar fólks, heildstæðu forvarnastarfi í Reykjavík, inntöku í húsnæðis- og búsetuúrræði, rekstur hjúkrunarheimila, rekstur framleiðslueldhúss og rekstur heimahjúkrunar í Reykjavík samkvæmt samningi við ríkið þar um.
Starfmaður í heimastuðningi
Heimastuðningur í Hvassaleiti óskar eftir að ráða til sín starfsfólk í fjölbreytt og spennandi starf í Laugardal, Bústaðahverfi og Háaleiti. Þjónustan felur meðal annars í sér samveru við notendur og stuðning við ýmis verkefni og heimilishald. Um er að ræða framtíðarstarf í fullu starfi, þar sem unnið er á dagvinnutíma.
Heimastuðningur veitir þjónustu eftir stuðningsáætlun sem gerð hefur verið við notendur á heimilum þeirra, ásamt aðstoð við almenn heimilisstörf.
Hvetjum öll kyn til að sækja um.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Framfylgja stuðningsáætlun í samráði við ábyrgðaraðila.
- Styður notendur við að viðhalda færni sinni.
- Þátttaka í teymisvinnu sem tengist starfinu.
- Er vakandi yfir félagslegri, andlegri og líkamlegri líðan notanda og upplýsir yfirmenn um breytingar á líðan.
- Önnur þau störf sem starfsmanni kunna að vera falin af yfirmanni.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Umsækjendur þurfa hafa náð 18 ára aldri.
- Bílpróf og bíll til umráða
- Íslensku kunnátta A1-B2- samkvæmt samevrópskum tungumálaramma.
- Hæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót.
- Frumkvæði, vandvirkni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar
- Kunnátta og þekking í almennum heimilisþrifum, kunna skil á efnum og áhöldum notuðum til starfsins æskilegt.
- Reynsla af heimaþjónustu eða sambærilegum störfum er æskileg.
Fríðindi í starfi
- Menningar-og sundkort hjá Reykjavíkurborg
- Samgöngustyrkur
- Heilsustyrkur
- 36 stunda vinnuvika
Advertisement published17. January 2025
Application deadline31. January 2025
Language skills
Icelandic
IntermediateRequired
Location
Hvassaleiti 56, 103 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags
Other jobs (13)
Hjúkrunarfræðingar Sumarstarf
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Sjúkraliðar í heimahjúkrun-Sumarstörf
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Hjúkrunarnemar/sjúkraliðanemar og læknanemar-sumarstörf
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Hjúkrunarfræðingur í heimahjúkrun
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Stuðningsfulltrúi í íbúðakjarna í Grafarholti
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Hjúkrunarfræðingur í Endurhæfingarteymi Austurmiðstöð
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Starfskraftur óskast í VoR teymi Reykjavíkurborgar
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Spennandi starf í íbúðarkjarnanum Árlandi 10
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Stuðningsfulltrúi óskast í nýjan íbúðakjarna í Hlíðunum
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Stuðningsfulltrúi óskast á skammtímadvöl fyrir fötluð ungmen
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Sjúkraliði
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Hjúkrunarfræðingur í heimahjúkrun Austurmiðstöð
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Sjúkraliði Endurhæfingarteymi
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið