
Skólamatur
Skólamatur ehf. er fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu og framreiðslu á hollum og ferskum mat, elduðum frá grunni fyrir leik- og grunnskóla.
Skólamatur ehf. var stofnað í janúar 2007. Fyrirtækið er í eigu Axels Jónssonar matreiðslumeistara sem hefur áratuga reynslu af alhliða veitingarekstri.
Hjá Skólamat starfa um 200 starfsmenn. Starfsmannavelta fyrirtækisins er lág og starfsaldur hár. Rúmlega helmingur núverandi starfsmanna hefur unnið í 5 ár eða lengur hjá fyrirtækinu.
Skólamatur leggur áherslu á að skapa fjölskylduvænt vinnuumhverfi þar sem hæfileikar, þekking og reynsla hvers starfsmanns fær að njóta sín. Við leggjum áherslu á símenntun og fræðslu og að starfsmenn fái tækifæri til þess að eflast og þróast í starfi.
Markmið Skólamatar er að ráða, efla og halda hæfu og reynslumiklu starfsfólki.
Gildi Skólamatar eru: Jákvæðni, fjölskylda og virðing.

Starf í matvælaframleiðslu
Ert þú áhugasamur um matargerð og leitar að spennandi tækifæri í matvælaiðnaði? Skólamatur leitar af öflugum og jákvæðum einstaklingi til að ganga til liðs við teymi fagfólks sem starfar í miðlægu eldhúsi í höfuðstöðvum Skólamatar í Reykjanesbæ.
Vinnutíminn er frá kl 6:00 til 15:00 alla virka daga.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Aðstoð við framleiðslu og vinnslu matvæla
- Undirbúningur og eldun á skólamáltíðum fyrir leik- og grunnskóla
- Virk þátttaka í daglegu starfi og gæðavinnu
- Frágangur og önnur tilfallandi verkefni í eldhúsinu
Menntunar- og hæfniskröfur
- Áhugi á matargerð og matvælaiðnaði
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Hæfni til að vinna í teymi og sýna samvinnu
- Samviskusemi og nákvæmni
- Reynsla úr matvælaframleiðslu er kostur en ekki skilyrði
Fríðindi í starfi
- Vinnufatnaður
- Íþróttastyrkur
- Samgöngustyrkur
- Fjölskylduvænn vinnustaður
Advertisement published8. May 2025
Application deadlineNo deadline
Language skills

Required

Required
Location
Iðavellir 1, 230 Reykjanesbær
Type of work
Skills
PositivityPhysical fitnessHuman relationsConscientiousIndependencePlanningPunctual
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Kokkur í hlutastarfi
Sól resturant ehf.

Við leitum að kraftmiklum liðsfélaga á veitingastaðinn INTRO
Múlakaffi ehf

Almennur starfsmaður
Akraborg ehf.

Aðstoð í mötuneyti Elkem Grundartanga- sumarafleysing
Múlakaffi ehf

Starfsmaður í framleiðslu
Gæðabakstur

Aðstoðarmatráður - Leikskólinn Grænaborg
Suðurnesjabær

Framleiðslutæknir / Manufacturing Technologist
Alvotech hf

Súkkulaðigerð/Chocolate making Frá 06.00-14.00
Omnom

Vanur grillari - Experienced grill flipper
Stúdentakjallarinn

Matreiðsla og afgreiðsla
Alles

Verkstæði, Powder Coating, lampasmiðja
Flúrlampar ehf / lampar.is

Bakari / aðstoðamaður bakara óskast sem fyrst
Björnsbakarí