Land og skógur
Land og skógur

Starf á rannsóknastofu

Land og skógur óskar eftir skipulögðum og nákvæmum einstakling til starfa á rannsóknarstofu stofnunarinnar í Gunnarsholti.

Starfið er fjölbreytt og felur í sér þátttöku í mikilvægu vísindastarfi þar sem fylgt er skýrum verkferlum og leiðbeiningum.

Þetta er frábært tækifæri fyrir einstakling sem vill leggja sitt af mörkum í faglegu og samhentu teymi - reynsla og menntun skipta minna máli en áreiðanleiki og vilji til að læra.

Land og skógur er þekkingarstofnun sem hefur það meginmarkmið að bæta gróður- og jarðvegsauðlindir þjóðarinnar og stuðla að sjálfbærri landnýtingu, með áherslu á náttúrumiðaðar lausnir. Stofnunin skal vakta auðlindirnar, stuðla að aukinni þekkingu auk þess að virkja og fræða almenning og hagsmunaaðila.

Helstu verkefni og ábyrgð

Vinnsla jarðvegs- og gróðursýna á rannsóknarstofu Lands og skógar

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Nákvæmni og góðir skipulags­hæfileikar
  • Ábyrgðarkennd og sjálfstæð vinnubrögð
  • Hæfni til að fylgja leiðbeiningum og verklagsreglum
  • Góð samskiptafærni og vilji til að vinna í teymi
  • Jákvæðni og sveigjanleiki gagnvart fjölbreyttum verkefnum
  • Reynsla af sambærilegu starfi er kostur, en ekki skilyrði
Advertisement published28. July 2025
Application deadline14. August 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Intermediate
Location
Gunnarsholt 164495, 851 Hella
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.ConscientiousPathCreated with Sketch.PlanningPathCreated with Sketch.PunctualPathCreated with Sketch.Meticulousness
Work environment
Professions
Job Tags