
Dekkjahöllin ehf
Dekkjahöllin hefur verið í rekstri í um 40 ár. Dekkjahöllin er með starfstöðvar á Akureyri, Egilsstöðum, Garðabæ og á tveimur stöðum Reykjavík. Fyrirtækið rekur hjólbarðaþjónustu á öllum starfstöðvum, smurstöðvar á Akureyri og Egilsstöðum og þvottastöð á Akureyri. Fyrirtækið er jafnframt innflutningsaðili sem starfar bæði á fyrirtækja og einstaklingsmarkaði. Dekkjahöllin er í eigu Vekra sem á m.a. Öskju, Lotus Car Rental, Una (Xpeng), Landfara og Hentar.
Í Dekkjahöllinni hefur ávallt verið lögð rík áhersla á fljóta og góða þjónustu. Jafnframt er áhersla á að selja úrval af vönduðum og góðum dekkjum fyrir kröfuharða ökumenn.
Mannauður fyrirtækisins er verðmætur og fjölmargir starfsmenn hafa fylgt fyrirtækinu í áratugi. Uppsöfnuð reynsla starfsmanna er gríðarleg. Til gamans má nefna að samanlagður starfsaldur þeirra 27 fastráðnu starfsmanna í lok árs 2020 voru tæp 275 ár eða 10 ár að meðaltali.
Framúrskarandi og til fyrirmyndar: Dekkjahöllin hefur hlotið viðurkenningu Creditinfo sem framúrskarandi fyrirtæki frá upphafi mælinga eða frá 2010. Jafnframt hefur það fengið útnefningu sem Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri frá Viðskiptablaðinu og Keldunni síðan 2017.
Starfsmannafélag fyrirtækisins er starfrækt á öllum stöðum og skipuleggur gaman saman og skemmtilegar fyrirtækjaferðir.

Starf á hjólbarðaverkstæði og smurstöð á Egilsstöðum
Dekkjahöllin óskar eftir að ráða starfsmann í fjölbreytt starf á þjónustustöð á Egilsstöðum. Fyrirtækið leggur áherslu á metnað og góða þjónustu, helstu þættir starfseminnar eru hjólbarðaþjónusta og sala og smurþjónusta.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Móttaka viðskiptavina, úthlutun og úrlausn þjónustuverkefna
- Afgreiðsla og skipulag með stjórnendum
- Þjónusta og önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af störfum í bílagreinum eða sambærilegum störfum er kostur
- Almenn tölvuþekking kostur
- Rík þjónustulund, samskipta- og leiðtogahæfni
- Íslenskukunnátta nauðsynleg
- Öguð og vönduð vinnubrögð
- Geta til að vinna sjálfstætt
Advertisement published10. February 2025
Application deadline25. February 2025
Language skills

Required
Location
Þverklettar 1, 700 Egilsstaðir
Type of work
Skills
Customer checkoutTire serviceAmbitionOil changeCustomer service
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Starfsmaður á hjólbarðaverkstæði í Reykjanesbæ
Dekkjahöllin ehf

Hellulagnir
Fagurverk

Bifvélavirki/vélvirki
Terra hf.

Verkstjóri
Smíðaverk ehf.

Viltu virkja þína starfsorku í þágu fasteigna ON?
Orka náttúrunnar

Skoðunarmaður ökutækja á Höfuðborgarsvæðinu
Frumherji hf

Stöðvarstjóri í Reykjanesbæ
Frumherji hf

Framtíðarstarf á bílaverkstæði Suzuki og Vatt.
Suzuki bílar hf.

Skoðunarmaður ökutækja á Akureyri
Frumherji hf

Viðhaldsmaður tækjabúnaðar
Frumherji hf

Bifvélavirki eða starfsfólk með reynslu
Max1 Bílavaktin

Bifvélavirki fyrir Ford
Ford á Íslandi | Brimborg