
Sóltún hjúkrunarheimili
Sóltún hóf störf í janúar 2002 og var fyrsta hjúkrunarheimilið á landinu sem fór í einkaframkvæmd. Við bjóðum upp á hjúkrun, heilsueflingu og stuðning en í dag eru rekin tvö hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu, Sóltún í Reykjavík og Sólvangur í Hafnarfirði sem opnaði árið 2019. Auk heimilanna tveggja er boðið upp á heimaþjónustu, endurhæfingu, dagdvöl og dagþjálfun.
Heimilisandi og virðing fyrir einkalífi hvers skjólstæðings er ráðandi í okkar starfi en einnig öryggiskennd íbúanna sem hlýst með sambýli við aðra og sólarhrings hjúkrunarþjónustu.
Athafnir daglegs lífs eru viðfangsefni á hvoru heimili fyrir sig. Áhersla er lögð á þátttöku íbúa og aðstandenda þeirra eftir getu, óskum og vilja hvers og eins.

Sóltún - Iðjuþjálfi
Sóltún hjúkrunarheimili leitar að metnaðarfullum iðjuþjálfa með hjartað á réttum stað!
Viltu hafa áhrif á líf annarra og vinna á hlýlegu og samheldnu hjúkrunarheimili?
Við leitum að jákvæðum og metnaðarfullum iðjuþjálfa til að ganga til liðs við frábært teymi fagfólks.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Skipulagning og skráning iðjuþjálfunar
- Fræðsla til starfsfólks, íbúa og aðstandenda
- Mat á þörf við hjálpar- og stoðtæki
- Taka þátt í að auka lífsgæði íbúa, sem og viðhalda og efla færni þeirra til þátttöku í daglegu lífi
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólapróf til starfsréttinda í iðjuþjálfun
- Íslenskt starfsleyfi sem iðjuþjálfi
- Hlýja, samkennd og góð samskiptahæfni
- Frumkvæði og skipulagshæfni
- Reynsla af notkun RAI mælitækis kostur
Fríðindi í starfi
- Niðurgreiddur hádegismatur
- Íþróttastyrkur
- Fatapeningur
Hjá okkur færðu tækifæri til að
- Styðja íbúa til aukins sjálfstæðis
- Vinna náið með fjölbreyttu teymi
- Koma með nýjar hugmyndir og sköpunargleði í daglegt líf heimilisins
- Starfa við góðar starfsaðstæður
Advertisement published16. April 2025
Application deadline30. April 2025
Language skills

Required
Location
Sóltún 2, 105 Reykjavík
Type of work
Skills
ProactivePositivityHuman relationsPlanningPunctual
Work environment
Suitable for
Professions
Job Tags
Other jobs (1)
Similar jobs (7)

Ráðgjafar VIRK í Reykjavík
VIRK Starfsendurhæfingarsjóður

Iðjuþjálfi í Hringsjá
Hringsjá náms- og starfsendurhæfing

Iðjuþjálfi - Geðheilsuteymi HH suður
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Forstöðumaður í búsetukjarna hjá Mosfellsbæ
Velferðarsvið Mosfellsbæjar - Búsetukjarnar

Forstöðumaður í búsetukjarna hjá Mosfellsbæ
Velferðarsvið Mosfellsbæjar - Búsetukjarnar

Iðjuþjálfi - Yfirumsjón með iðjuþjálfun á Seltjörn
Seltjörn hjúkrunarheimili

Forstöðumaður á vinnustofur Skaftholts
Skaftholt, Sjálfseignarstofnun