Netters ehf.
Netters ehf.

Sölustjóri Netters

Við hjá Netters erum að leita af metnaðarfullum og öflugum sölustjóra til að bætast í okkar frábæra teymi. Við leggjum áherslu á að bjóða upp á framúrskarandi þjónustu. Við þjónustum bæði lítil og stór fyrirtæki með tæknilausnir og leitum að einstaklingi sem hefur reynslu og þekkingu á þessum markaði.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Þjónusta viðskiptavini með pantanir og ráðgjöf um hvaða tæknilausnir henta best fyrir þeirra rekstur.
  • Samskipti við viðskiptavini og birgja til að tryggja bestu lausnir fyrir viðskiptavini okkar.
  • Byggja upp og viðhalda sterkum tengslum við viðskiptavini með áherslu á langtímasambönd.
  • Þátttaka í mótun framtíðarsýnar fyrirtækisins.
  • Þekkja markaðinn og nýta sér þá reynslu og innsýn til að sækja fram til af afla nýrra tækifæra.
  • Uppbygging á sölusviði og leiða markaðssetningu félagsins.
  • Straumlínulaga og besta ferla.
  • Búa til, halda utan um þjónustusamninga og endurnýjanir á núverandi samningum. 
  • Áætlanagerð og halda utan um tækifæri. Sjá ný tækifæri með nýjum lausnum.
  • Verkefnastýring á stærri verkefnum og innleiðingum.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Hefur reynslu af sölu á tæknilausnum eða hefur starfað sem tæknimaður/netmaður.
  • Æskilegt að búa yfir þekkingu á net- og öryggislausnum, netþjónum, gagnageymslum og/eða vörum frá Cisco.
  • Er sjálfstæð(ur), er með öguð og skipulögð vinnubrögð.
  • Tekur ábyrgð í verkefnum og fylgir þeim vel eftir.
  • Hefur getu til að hugsa út fyrir boxið og koma með nýjar hugmyndir að lausnum.
  • Er framúrskarandi í samskiptum og hefur hæfi til þess að vinna sjálfstætt og í teymi.
Fríðindi í starfi

·       Frábæra fyrirtækjamenningu sem einkennist af sterkri liðsheild, uppbyggilegum skoðanaskiptum og virðingu í samskiptum.

·       Sveigjanlegt og hvetjandi vinnuumhverfi sem býður upp á tækifæri til vaxtar og þjálfunar.

Advertisement published23. December 2024
Application deadline10. January 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
EnglishEnglish
Required
Very good
Location
Skeifan 11, 108 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags