

Slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður
Brunavarnir Skagafjarðar óska eftir að ráða í stöðu slökkviliðs- og sjúkraflutningamanns. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi.
Lýsing á starfi:
Starfsmaður sinnir daglegum störfum á slökkvistöð. Starfsmaður gengur bakvaktir sjúkrabíls og sinnir þeim verkefnum er upp koma. Einnig er viðkomandi einstaklingur hluti af útkallsliði slökkviliðsins, þar sem hann sinnir m.a. útköllum og reglubundnum æfingum.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Iðnmenntun eða sambærileg menntun (t.d. stúdentspróf).
- Aukin ökuréttindi, vörubíll (C).
- Grunnnám sjúkraflutningamanna er kostur.
- Viðkomandi þarf að vera heilsuhraustur, standast læknisskoðun og þrekpróf.
- Viðkomandi einstaklingur þarf að geta unnið skipulega, undir álagi og í góðu samstarfi við aðra.
- Gerð er krafa um reglusemi og háttvísi.
Kröfur eru gerðar um viðbragð sem kallar á fasta búsetu innan bæjarmarka Sauðarkróks, einnig þarf viðkomandi að hafa aðgang að bifreið.
Unnið er í dagvinnu, en þar fyrir utan eru bakvaktir, útköll og æfingar.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.
Nánari upplýsingar veitir Svavar Atli Birgisson, slökkviliðsstjóri, 453 5425, [email protected].
Einungis er tekið við rafrænum umsóknum á heimasíðu sveitarfélagsins www.skagafjordur.is (laus störf). Með umsókn skal skila inn prófskírteini og ferilskrá.
Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
Icelandic
