atNorth
atNorth
atNorth

SKRIFSTOFUUMSJÓN

atNorth er ört vaxandi norrænt gagnaversfyrirtæki með sterka áherslu á sjálfbærni, nýsköpun og að skapa frábæra upplifun á vinnustað.

Með áframhaldandi vexti leitum við nú að jákvæðri og þjónustulundaðri manneskju sem hefur ánægju af því að láta fólki líða vel, halda skipulagi og vera lykilaðili í því að daglegur rekstur skrifstofunnar gangi snurðulaust fyrir sig.

Þetta starf er ráðning til framtíðar og fullt stöðugildi. Starfið hentar öllum kynjum.

Í starfinu hefur þú það hlutverk að skapa jafnvægi og jákvæðni á vinnustaðnum með nærveru þinni – þar sem umhyggja, ábyrgð og gott skipulag fara saman.

Þú munt meðal annars taka á móti gestum, sjá um að bera fram hádegismat, halda birgðum í lagi og tryggja skipulag og snyrtimennsku í sameiginlegum rýmum. Þú verður einnig tengiliður við þjónustuaðila og tryggir að staðall um hreinlæti, þægindi og umhyggju á vinnustað sé alltaf uppfylltur.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Móttaka og framsetning matarsendinga fyrir mátltíðir
  • Að tryggja að skrifstofan sé hrein, vel búin og notaleg
  • Umsjón með birgðum og pöntunum (kaffi, eldhúsvörur, skrifstofugögn)
  • Að halda sameiginlegum svæðum snyrtilegum og skipulögðum
  • Að taka á móti gestum og skapa góða fyrstu upplifun þeirra
  • Samskipti og samhæfing við þjónustuaðila (þrif, veitingar, viðhald)
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Jákvæð/ur, áreiðanleg/ur og þjónustulundað/ur
  • Hefur auga fyrir smáatriðum og njótir þess að hafa skipulag á hlutunum
  • Getir átt góð samskipti við fjölbreyttan hóp fólks
  • Sé sjálfstæð/ur og finnur leiðir til að bæta verklag
  • Fær í íslensku og ensku
  • Hefur hreint sakavottorð
  • Hefur bílpróf
Advertisement published22. May 2025
Application deadline29. May 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Intermediate
Location
Rangárvellir 150130, 603 Akureyri
Type of work
Professions
Job Tags