
Vesturbyggð
Vesturbyggð er á sunnanverðum Vestfjörðum og samanstendur af tveimur þéttbýliskjörnum, Patreksfirði og Bíldudal og auk þess sveitir þar í kring. Einstök náttúrufegurð prýðir sunnanverða Vestfirði og hér er ótal margt að sjá og upplifa. Í Vesturbyggð er öflugt atvinnulíf, fjölbreytt þjónusta og gott mannlíf. Góð þjónusta er í sveitarfélaginu, öflugt æskulýðsstarf, leikskólar, íþróttasvæði, verslanir, sjúkrahús, verkstæði, vélsmiðjur, trésmíðaverkstæði, bíó, ferðaþjónusta og fl. Náttúrufegurð er mikilfengleg, en m.a. Rauðisandur og Látrabjarg er innan sveitarfélagsins. Möguleikar til útivistar, félagsstarfa, íþrótta og afþreyingar eru fjölmargar. Vesturbyggð tekur vel á móti nýjum íbúum!

Skólastjóri í Patreksskóla
Vesturbyggð óskar eftir að ráða skólastjóra við Patreksskóla.
Skólastjóri gegnir lykilhlutverki í mótun skólastarfsins og í samstarfi skóla og samfélags. Jafnframt ber skólastjóri ábyrgð á starfsemi skólans, rekstri og mannauðsmálum. Við leitum að leiðtoga með metnað og einlægan áhuga á framþróun í skólastarfi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Stjórnun og ábyrgð á daglegri starfsemi og rekstri skólans
- Fagleg forysta skólans um þróun náms og kennslu og farsæld nemenda
- Ábyrgð á framþróun í skólastarfi
- Hafa forystu um og styðja samstarf í samræmi við farsældarlög
- Fjármál og rekstur
- Leiða samstarf starfsfólks, nemenda, heimila og skólasamfélagsins í heild
- Samstarf við skólanefnd, bæjarstjóra og bæjarstjórn
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leyfisbréf til kennslu og kennslureynsla á grunnskólastigi
- Framhaldsmenntun í stjórnun eða uppeldis- og kennslufræðum er æskileg
- Farsæl reynsla af rekstri, stjórnun og skólaþróun er æskileg
- Þekking á lögum og reglugerðum sem varða skólastarf
- Þekking á stafrænni tækni í skólastarfi
- Skipulagshæfni og lausnamiðuð hugsun
- Leiðtogafærni, metnaður og framsýni
- Jákvætt viðmót og mjög góð samskiptahæfni
- Góð íslenskukunnátta og færni til að tjá sig í ræðu og riti
Advertisement published16. May 2025
Application deadline2. June 2025
Language skills

Required
Location
Aðalstræti 53, 450 Patreksfjörður
Type of work
Professions
Job Tags
Other jobs (1)
Similar jobs (12)

Skólastjóri í Tálknafjarðarskóla
Vesturbyggð

Deildarstjóri í Hofsstaðaskóla
Hofsstaðaskóli Garðabæ

Fagstjóri í hreyfingu
Leikskólinn Sumarhús

Íþróttakennari óskast
Helgafellsskóli

Umsjónarkennari á miðstigi
Smáraskóli

Stjórnunarstöður í Auðarskóla skólaárið 2025-2026
Auðarskóli

Sérkennsla í leikskólanum Suðurborg
Leikskólinn Suðurborg

Umsjónarkennari í 1. - 3. bekk í Álfhólsskóla
Álfhólsskóli

Forfallakennari í Álfhólsskóla
Álfhólsskóli

Heimilisfræðikennari á miðstigi í Álfhólsskóla 2025-2026
Álfhólsskóli

Sérkennari/Þroskaþjálfi í sérdeild einhverfa í Álfhólsskóla
Álfhólsskóli

Deildarstjóri og sérkennslustjóri í leikskóla
Barnaheimilið Ós