Mennta- og barnamálaráðuneyti
Mennta- og barnamálaráðuneyti
Mennta- og barnamálaráðuneyti

Skólameistari Framhaldsskólans í Mosfellsbæ

Mennta- og barnamálaráðuneytið auglýsir embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosfellsbæ laust til umsóknar. Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ er opinber framhaldsskóli sem var stofnaður árið 2009. Skólinn býður upp á nám til stúdentsprófs á bóknámsbrautum auk þess að bjóða upp á framhaldsskólabraut og sérnámsbraut. Starfsmenn skólans eru að jafnaði tæplega 40 og fjöldi nemenda er tæplega 300. Við skólann er stundað leiðsagnarnám og má segja að kennsluaðferðir og námsmat fléttist saman.

Helstu verkefni og ábyrgð

Skólameistari er faglegur leiðtogi í mótun skólastarfs á grundvelli laga og aðalnámskrár framhaldsskóla. Skólameistari veitir skólanum forstöðu. Hann stjórnar daglegum rekstri og starfi skólans og gætir þess að skólastarfið sé í samræmi við lög, reglugerðir, aðalnámskrá og önnur gildandi fyrirmæli á hverjum tíma. Hann ber ábyrgð á gerð fjárhagsáætlunar og að henni sé fylgt og hefur frumkvæði að gerð skólanámskrár og umbótastarfi innan skólans.

Menntunar- og hæfniskröfur

Umsækjendur skulu hafa starfsheitið kennari, búa yfir hæfni sem stjórnandi og hafa viðbótarmenntun í stjórnun eða reynslu sem veitir sérhæfða hæfni sem snýr að skólaþróun, stjórnun, rekstri og stjórnsýslu.

Nánar tiltekið er leitað að umsækjendum sem hafa:

  • Umfangsmikla stjórnunarreynslu og leiðtogahæfni.

  • Reynslu af stefnumótunarvinnu og að stýra breytingum, ásamt hæfileika til nýsköpunar.

  • Þekkingu og/eða reynslu af opinberri stjórnsýslu, fjármálum, rekstri og áætlanagerð.

  • Skýra framtíðarsýn á tækifæri og áskoranir í skólastarfi á framhaldsskólastigi.

  • Framúrskarandi samskiptahæfni og færni í að skapa liðsheild á vinnustað er nauðsynleg.

Advertisement published1. July 2025
Application deadline8. July 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
Location
Borgartún 33, 105 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags