Norðlingaskóli
Norðlingaskóli
Norðlingaskóli

Skólaliði í ræstingu - Norðlingaskóli

Norðlingaskóli auglýsir eftir skólaliða tímabundið í 100% starf frá 1. janúar í eitt ár með möguleika á fastráðningu. Leitað er eftir einstaklingi sem mun sinna daglegum þrifum, margvíslegri aðstoð við nemendur í matsal og á göngum skólans.

Norðlingaskóli er heildstæður grunnskóli með um 570 nemendur í 1. – 10. bekk. Skólinn er staðsettur í einstöku umhverfi í Reykjavík, þ.e. í Norðlingaholti. Við skólann er samþætt grunnskóla- og frístundastarf. Starfshópurinn er samheldinn og starfsandi góður.

Stefna og starf Norðlingaskóla grundvallast á því lífsviðhorfi að hverjum einstaklingi skuli búinn námsskilyrði svo hann megi þroskast og dafna á eigin forsendum og útskrifast úr grunnskóla sem sjálfstæður, sterkur og lífsglaður einstaklingur.

Áhersla er m.a. á náið samráð við foreldra, samkennslu árganga, einstaklingsmiðað nám, smiðjuvinnu, nýbreytni og skólaþróun. Allt skólastarf byggir á teymisvinnu starfsfólks. Þá leggur skólinn mikla áherslu á að vera í nánum tengslum við grenndarsamfélagið.

Helstu verkefni og ábyrgð
  •  Sjá um daglega ræstingu samkvæmt vinnuskipulagi
  • Aðstoða í mötuneyti s.s. í hádegishléi nemenda
  • Margvísleg aðstoð við nemendur á göngum skólans

 

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Góð samskiptafærni og sveigjanleiki í starfi
  • Reynsla og áhugi á að starfa með börnum og unglingum
  • Drifkraftur og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Stundvísi og samviskusemi
  • Snyrtimennska og nákvæmni
  • Íslenskukunnátta skilyrði, lágmark A1 samkvæmt samevrópska tungumálarammanum
Advertisement published25. November 2024
Application deadline9. December 2024
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Intermediate
Location
Árvað 3, 110 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags