Skólaliði í ræstingu - Norðlingaskóli
Norðlingaskóli auglýsir eftir skólaliða tímabundið í 100% starf frá 1. janúar í eitt ár með möguleika á fastráðningu. Leitað er eftir einstaklingi sem mun sinna daglegum þrifum, margvíslegri aðstoð við nemendur í matsal og á göngum skólans.
Norðlingaskóli er heildstæður grunnskóli með um 570 nemendur í 1. – 10. bekk. Skólinn er staðsettur í einstöku umhverfi í Reykjavík, þ.e. í Norðlingaholti. Við skólann er samþætt grunnskóla- og frístundastarf. Starfshópurinn er samheldinn og starfsandi góður.
Stefna og starf Norðlingaskóla grundvallast á því lífsviðhorfi að hverjum einstaklingi skuli búinn námsskilyrði svo hann megi þroskast og dafna á eigin forsendum og útskrifast úr grunnskóla sem sjálfstæður, sterkur og lífsglaður einstaklingur.
Áhersla er m.a. á náið samráð við foreldra, samkennslu árganga, einstaklingsmiðað nám, smiðjuvinnu, nýbreytni og skólaþróun. Allt skólastarf byggir á teymisvinnu starfsfólks. Þá leggur skólinn mikla áherslu á að vera í nánum tengslum við grenndarsamfélagið.
- Sjá um daglega ræstingu samkvæmt vinnuskipulagi
- Aðstoða í mötuneyti s.s. í hádegishléi nemenda
- Margvísleg aðstoð við nemendur á göngum skólans
- Góð samskiptafærni og sveigjanleiki í starfi
- Reynsla og áhugi á að starfa með börnum og unglingum
- Drifkraftur og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Stundvísi og samviskusemi
- Snyrtimennska og nákvæmni
- Íslenskukunnátta skilyrði, lágmark A1 samkvæmt samevrópska tungumálarammanum