
Grænatún
Grænatún er þriggja deilda leikskóli við Grænatún 3 í Kópavogi og þar dvelja börn á aldrinum 2-5 ára. Einkunnarorð leikskólans eru leikur og gleði og þau hríslast í gegnum allt skólastarfið. Leikskólinn leggur mikla áherslu á að vera með fjölbreytt starf allt árið um kring. Einnig er lagt mikið upp úr því að nýta nærumhverfið til vettvangsferða og útináms. Leikskólinn er með matjurtagarð á lóðinni en börnin taka virkan þátt í því að rækta grænmeti og kartöflur þar.
Leikskólinn Grænatún tekur mið af og vinnur eftir þeim markmiðum sem lög um leikskóla kveða á um. Helstu áherslur í starfi eru virkt nám barnsins, að barnið læri með því að framkvæma og gera tilraunir sjálft. Leikurinn er þungamiðjan og þar tileinka börnin sér þekkingu en einnig er rík áhersla lögð á hinar daglegu þarfir. Þá er unnið markvisst með hreyfingu, tónlist og myndlist.

Sérkennslustjóri í Grænatúni
Leikskólinn Grænatún er 3 deilda leikskóli á yndislegum stað við Fossvogsdalinn. Í leikskólanum eru 63 börn á aldrinum 1 – 6 ára.
Einkunnarorð Grænatúns eru leikur og gleði.
Við leggjum áherslu á góðan starfsanda þar sem áhersla er lögð á liðsheild, jákvæð samskipti og lausnamiðaða hugsun.
Hlutverk sérkennslustjóra er að vera faglegur umsjónarmaður sérkennslu í leikskólanum. Í Grænatúni starfar faglegur og framúrskarandi starfsmannahópur sem vinnur saman að gera góðan leikskóla enn betri. Starfið er auglýst sem afleysing til eins árs.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ber ábyrgð á og stjórnar skipulagningu, framkvæmd og endurmati sérkennslunnar í leikskólanum ásamt leikskólastjóra
- Er faglegur umsjónarmaður sérkennslu í leikskólanum, annast frumgreiningu og ráðgjöf til annarra starfsmanna leikskóla
- Vinnur í nánu samstarfi við deildastjóra, foreldra/forráðamenn barna sem njóta sérkennslu í leikskólanum og situr fundi og viðtöl með þeim
- Er tengiliður farsældar samkvæmt farsældarlögum
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun sem nýtist í starfi
- Æskilegt er að viðkomandi hafi framhaldsnám í sérkennslufræðum eða öðru því sem nýtist í starfi
- Góð íslenskukunnátta - skilyrði
- Ábyrgð, áreiðanleiki og jákvæðni
- Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum
- Sjálfstæð vinnubrögð
- Lágmark tungumálakunnátta er C1
Fríðindi í starfi
- Frítt í sund
- 36 stunda vinnuvika / vinnustytting
Advertisement published7. July 2025
Application deadline1. August 2025
Language skills

Required
Location
Grænatún 3, 200 Kópavogur
Type of work
Professions
Job Tags
Other jobs (1)
Similar jobs (12)

Urriðaholtsskóli auglýsir eftir leikskólasérkennara
Urriðaholtsskóli

Heilsuleikskólinn Holtakot auglýsir eftir einstaklingi í 100% stöðu til að sinna stuðning
Garðabær

Starfsmaður í sérkennslu í Heilsuleikskólanum Fífusölum
Fífusalir

Stærðfræðikennari á unglingastig í Salaskóla
Salaskóli

Mýrarhúsaskóli auglýsir stöður kennara.
Seltjarnarnesbær

Deildarstjóri stoðþjónustu/sérkennari - Mýró
Seltjarnarnesbær

Stuðningsfulltrúi með börnum með sérþarfir – starf sem skiptir máli
Arnarskóli

Sérkennsla/stuðningur
Leikskólinn Hraunborg

Ert þú í leit að skemmtilegu starfi
Efstihjalli

Kennari í sérdeild - Lækjarskóli
Hafnarfjarðarbær

Leik- eða grunnskólakennari í 1. bekk í Álfhólsskóla
Álfhólsskóli

Sérkennari
Leikskólinn Álftaborg