

Sérkennslustjóri
Leikskólinn Álfaborg og leikskóladeild Bláskógaskóla auglýsa eftir sérkennslustjóra til starfa í 100% stöðu. Um er að ræða spennandi tækifæri til að vinna í báðum leikskólum Bláskógabyggðar þar sem starfið skiptist í 60% stöðu í leikskólanum Álfaborg og 40% á leikskóladeild Bláskógaskóla.
Sérkennslustjóri er faglegur umsjónarmaður sérkennslu. Hann starfar samkvæmt stefnumörkun skólanna sem tekur meðal annars mið af skólastefnu Sveitarfélagsins Bláskógabyggðar, aðalnámskrá leikskóla, lögum og reglugerðum um leikskóla og öðrum lögum er við eiga.
Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga og Félags leikskólakennara en tímabundin viðbótarlaun greiðist vegna átaksverkefnis til að fjölga leikskólakennurum.
Umsóknum fylgir yfirlit yfir nám og fyrri störf ásamt rökstuðningi fyrir hæfni í starfið. Umsækjendur þurfa að sýna fram á hreint sakavottorð. Starfið hentar öllum óháð kyni.
Nánari upplýsingar veitir Lieselot Simoen leikskólastjóri í síma 480-3051.
- Ber ábyrgð á og stjórnar skipulagningu, framkvæmd og endurmati sérkennslunnar í leikskólunum ásamt leikskólastjóra.
- Ber ábyrgð á miðlun upplýsinga milli sérfræðinga og starfsmanna.
- Ber ábyrgð á og hefur yfirumsjón með gerð verkefna og einstaklingsnámskráa fyrir börn sem njóta sérkennslu, í samvinnu við deildarstjóra og aðra sem sinna sérkennslu.
- Yfirumsjón með uppeldis- og námsgögnum leikskólans sem tengjast sérkennslu, gerð verkefna og gerð einstaklingsnámskráa.
- Fræðsla, ráðgjöf og stuðningur við foreldra og starfsmenn.
- Að veita börnum með sérþarfir leiðsögn og stuðning.
- Sinnir þeim verkefnum er varða sérkennslu sem yfirmaður felur honum.
- Leyfisbréf kennara, sbr. lög nr. 95/2019, III kafli 9. grein og IV kafli 20. grein.
- Framhaldsmenntun í sérkennslufræðum æskileg
- Hæfni og áhugi í starfi með börnum
- Reynsla af sérkennslu
- Reynsla af starfi í leikskóla
- Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi
- Góð íslenskukunnátta
- Góð tölvukunnátta
- Tímabundin viðbótarlaun
- Yfirvinnugreiðslur (6 klst.)
- Ívilnun vegna aksturs
- Frítt fæði
- Stytting vinnuvikunnar
- Sund/líkamsræktarkort Bláskógabyggðar
- Skapandi starfsumhverfi
Icelandic
English










