Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær

Sérkennari eða þroskaþjálfi - Leikskólinn Stekkjarás

Leikskólinn Stekkjarás leitar að sérkennara eða þroskaþjálfa í leikskóla í 50-100% starf.

Við leitum að áhugasömum og metnaðarfullum einstakling sem hefur reynslu af vinnu með börnum. Leikskólinn Stekkjarás er átta deilda og er staðsettur í Áslandshverfinu. Leikskólinn starfar eftir aðferðum Reggio Emilia og einkunnarorð leikskólans eru "Hugmyndir barnsins - verkefni dagsins". Leitað er eftir áhugasömum og ábyrgum einstaklingi sem hefur metnað fyrir starfinu.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Skipuleggur sérkennslu fyrir barn/börn í samvinnu við deildarstjóra og sérkennslustjóra og leiðbeinir starfsfólki leikskólans þannig að það taki þátt í kennslu barna sem þurfa sérkennslu
  • Gerir skriflegar einstaklingsnámskrár fyrir barn/börn sem fá sérkennslu í samráði við deildarstjóra og sérkennslustjóra
  • Sér um að einstaklingsnámskrám sé framfylgt og þær endurmetnar í samráði við deildarstjóra og sérkennslustjóra
  • Veitir börnum sem þurfa á sérkennslu að halda sérstaka aðstoð og kennslu.
  • Gætir þess að barn sem nýtur sérkennslu einangrist ekki heldur sé hluti af hópnum og eigi hlutdeild í leikskólastarfinu
  • Vinnur í nánu samstarfi við foreldra/forráðamenn barna sem njóta sérkennslu á deildinni og situr fundi og viðtöl með þeim
  • Situr foreldrafundi sem haldnir eru á vegum leikskólans
  • Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Kennaramenntun (leyfisbréf fylgi umsókn) eða þroskaþjálfamenntun (starfsréttindi fylgi umsókn)
  • Framhaldsmenntun á sviði sérkennslufræða kostur
  • Reynsla af sambærilegu starfi kostur
  • Reynsla af teymisvinnu æskileg
  • Góð íslenskukunátta skilyrði
  • Þekking á skipulagðri kennslu (TEACCH) kostur
  • Færni í samskiptum og samstarfshæfileikar
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

Fríðindi í starfi

  • 75% afsláttur af leikskólagjöldum
  • Bókasafnskort
  • Sundkort
  • Heilsuræktarstyrkur
  • Forgangur á leikskóla
  • Samgöngustyrkur

Skilyrði er að viðkomandi hafi hreint sakavottorð.

Nánari upplýsingar veitir um starfið veitir Harpa Kolbeinsdóttir, leikskólastjóri, [email protected], eða í síma 517-5920.

Umsóknarfrestur er til og með 2. janúar 2026.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags leikskólakennara eða Þroskaþjálfafélagi Íslands.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

Advertisement published8. December 2025
Application deadline2. January 2026
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
Location
Ásbraut 4, 221 Hafnarfjörður
Type of work
Professions
Job Tags