Sérhæfður starfsmaður til fjölbreyttra starfa á skurðstofum Fossvogi
Við óskum eftir að ráða jákvæðan, áreiðanlegan og þjónustulipran einstakling með ríka samskipta- og samstarfshæfni til starfa á skurðstofur í Fossvogi. Starfið er fjölbreytt og felst m.a. í ræstingu á skurðstofum og vöknun, flutningum sjúklinga frá legudeildum í aðgerðir og umsjón með kaffistofu starfsmanna.
Gerð er krafa um góða íslenskukunnáttu og er lágmarksaldur umsækjanda 18 ár. Unnið er á vöktum, alla virka daga, og bakvaktir um helgar. Starfið er laust frá 1. mars 2025 eða eftir nánari samkomulagi.
Á deildinni eru 8 skurðstofur sem þjóna 5 sérgreinum og árlega eru framkvæmdar þar um 6000 aðgerðir. Þar starfa um 90 manns, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, sótthreinsitæknar, skrifstofufólk og sérhæfðir starfsmenn við fjölbreytt og krefjandi verkefni, í nánu samstarfi við fagfólk í öðrum sérgreinum.
Gagnreynd þekking, viðurkenndir verkferlar, öryggi sjúklinga og teymisvinna eru höfð í fyrirrúmi. Í boði er einstaklingsaðlöguð þjálfun eftir þörfum hvers og eins á skemmtilegum vinnustað.