Isavia / Keflavíkurflugvöllur
Isavia sér um rekstur og þróun Keflavíkurflugvallar sem er einn stærsti og líflegasti vinnustaður landsins. Hér stíga landsmenn fyrstu skrefin í átt að nýjum ævintýrum og erlendir gestir hefja Íslandsdvöl sína eða halda leið sinni áfram út í heim.
Keflavíkurflugvöllur, eða KEF er stórt samfélag með umfangsmikla starfsemi. Öll vinnum við saman að því að tryggja einstaka upplifun fyrir viðskiptavini okkar, farþegana og flugfélögin sem eiga leið um flugvöllinn.
Sérfræðingur í umhverfismálum
Brennur þú fyrir umhverfismálum og hefur áhuga að starfa í öflugu teymi í líflegu og einstöku starfsumhverfi? Við erum að leita að einstaklingi sem býr yfir krafti og metnaði til að ná árangi í umhverfismálum og vill slást í för með okkur. Viðkomandi mun starfa í deild umhverfismála og mun vinna að framkvæmd og eftirliti með umhverfismálum félagsins í samræmi við stefnu og aðgerðaráætlun í málaflokknum.
Helstu verkefni:
-
Ber ábyrgð á rekstri umhverfisstjórnunarkerfi Isavia ohf.
-
Sinnir verkefnum tengdum starfsleyfi Keflavíkurflugvallar
-
Vinnur að framfylgd stuðningsstefnu um sjálfbærni
-
Vinnur fjölbreytt umhverfisverkefni í samræmi við stefnu og aðgerðaráætlun
-
Gagnaöflun, framsetning gagna og eftirlit með umhverfismælingum
-
Samstarf og samráð við hagaðila
-
Stuðla að aukinni umhverfisvitund hagaðila
Menntunar- og hæfniskröfur:
-
Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. umhverfis- og auðlindafræði
-
Góð þekking og áhugi á umhverfismálum og málefnum tengdum starfinu
-
Reynsla af sambærilegu starfi er kostur
-
Áhugi á sjálfbærni og vilji til að læra og þroskast í starfi skilyrði
-
Góð hæfni í mannlegum samskiptum, jákvætt hugarfar og þjónustulund
-
Góð tölvukunnátta og hæfni til að miðla upplýsingum í ræðu og riti
Starfsstöð er í Hafnarfirði.
Isavia er vinnustaður þar sem við sýnum hvert öðru virðingu og erum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Við gætum þess að viðhalda gleðinni, erum hugrökk, uppbyggileg og tökum ábyrgð á eigin frammistöðu. Saman náum við árangri.
Við bjóðum upp á hollan og góðan mat í hádeginu, farsímaáskrift og allt starfsfólk hefur aðgang að heilsu- og líkamsræktarstöðvum sér að kostnaðarlausu.
Umsóknarfrestur er til og með 19.01.2025.
Frekari upplýsingar um starfið veitir Egill Björn Thorstensen, í gegnum netfang egill.thorstensen@isavia.is.
Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið.
Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um.
Advertisement published7. January 2025
Application deadline19. January 2025
Language skills
Icelandic
IntermediateRequired
English
IntermediateRequired
Location
Dalshraun 3, 220 Hafnarfjörður
Type of work
Professions
Job Tags