Festa - miðstöð um sjálfbærni
Festa - miðstöð um sjálfbærni
Festa - miðstöð um sjálfbærni

Samskiptaleiðtogi

Vertu rödd sjálfbærni á Íslandi

Festa – miðstöð um sjálfbærni leitar að drífandi og hugmyndaríkum samskiptaleiðtoga sem vill hafa áhrif á framtíð samfélagsins. Við erum frjáls félagasamtök sem hraða umbreytingu íslensks atvinnulífs í átt að hringrásarhagkerfi og sjálfbærni og nú vantar okkur öflugan einstakling til að leiða miðlun og ásýnd Festu út á við.

Í þessu hlutverki vinnur þú þétt með framkvæmdastjóra og teymi Festu að því að móta skýra og áhrifaríka stefnu í samskiptum, markaðssetningu og upplýsingagjöf.

Við leitum að einstaklingi með sterka sýn á hvernig samskipti geta skapað raunveruleg áhrif.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Móta og tryggja að miðlun Festu endurspegli stefnu og framtíðarsýn samtakanna.
  • Viðhalda og efla traust tengsl við fjölmiðla, samstarfsaðila og aðildarfélög Festu.
  • Verkefnastýra nokkrum af  kjarnaverkefnum Festu.
  • Umsjón samfélagsmiðla, vefsíðu, fréttabréfa og annarra miðla Festu.
  • Framleiða markviss og áhrifarík skilaboð í orði og mynd.
  • Skipuleggja og styðja við viðburði, ráðstefnur og útgáfur.   
  • Nýta gögn og mælingar til að hámarka áhrif miðlunar.
  • Ritstýra ársskýrslu og öðru efni sem Festa gefur út.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun og reynsla sem nýtist í samskiptum, miðlun eða markaðsstarfi.
  • Þekking og reynsla af miðlun, almannatengslum og/eða markaðssetningu.
  • Framúrskarandi vald á íslensku og ensku, bæði í rituðu og töluðu máli.
  • Leikni í helstu stafrænu miðlunartólum (t.d. Meta Business Suite, Canva, Mailchimp o.fl.) er mikill kostur.
  • Góð almenn stafræn hæfni og tæknilæsi.
  • Hæfni til sjálfstæðra vinnubragða, verkefnastjórnunar og skipulagningar.
  • Sköpunargleði og hæfni til móta áhrifarík skilaboð.
  • Þekking eða áhugi á sjálfbærni.
Advertisement published25. July 2025
Application deadline17. August 2025
Language skills
EnglishEnglish
Required
Advanced
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
Location
Menntavegur 1, 101 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags