Heilbrigðisstofnun Vestfjarða
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða

Sálfræðingur í geðheilsuteymi - starf án staðsetningar

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða auglýsir eftir sálfræðingi í geðheilsuteymi stofnunarinnar.

Starfinu er skipt á milli geðheilsuteymis stofnunarinnar og að sinna stuðningi, ráðgjöf og faglegri handleiðslu fyrir starfsfólk auk aðkomu að fræðslu og öðrum verkefnum.

Unnið er að því að geðheilbrigðisþjónusta verði í boði í öllu umdæmi stofnunarinnar, meðal annars með fjarheilbrigðisþjónustu og kemur til greina að sálfræðingur vinni að hluta eða öllu til í fjarvinnu.

Ef þú vilt vinna í öflugu teymi sem leggur áherslu á samvinnu, fagmennsku og metnað í starfi, er þetta einstakt tækifæri.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Þjónusta við skjólstæðinga Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða í gegnum fjarheilbrigðisþjónustu og/eða á staðnum.

  • Samstarf við aðrar fagstéttir heilsugæslunnar og geðheilbrigðisþjónustu á svæðinu.

  • Stuðningur og ráðgjöf við starfsfólk.

  • Þátttaka í frekari innleiðingu á fjarheilbrigðisþjónustu.

  • Þátttaka í uppbyggingu geðheilsuteymis.

  • Handleiðsla í boði

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Klínískt nám í sálfræði og starfsleyfi frá Embætti landlæknis

  • Þekking og reynsla á gagnreyndum aðferðum

  • Reynsla af greiningu og meðferð fullorðinna með geðrænan vanda

  • Framúrskarandi samskiptahæfni

  • Jákvæðni og frumkvæði í starfi

  • Áhugi, geta og faglegur metnaður til að starfa bæði sjálfstætt og í teymi

  • Góð almenn tölvukunnáttu

  • Íslenskukunnátta er skilyrði

Advertisement published4. November 2025
Application deadline24. November 2025
Language skills
No specific language requirements
Type of work
Professions
Job Tags