Barna- og fjölskyldustofa
Barna- og fjölskyldustofa
Barna- og fjölskyldustofa

Sálfræðingur í Barnahúsi

Barna- og fjölskyldustofa auglýsir eftir öflugum sálfræðingi til starfa í Barnahús til þess að vinna með börnum og unglingum sem eru þolendur ofbeldis og fjölskyldum þeirra.


Barnahús sinnir málefnum barna sem grunur leikur á að hafi sætt eða orðið vitni að kynferðisofbeldi, líkamlegu ofbeldi og/eða heimilisofbeldi. Barnahús hefur verið leiðandi í þjónustu við börn, þróun vandaðra vinnubragða og innleiðingu gagnreyndra aðferða. Þjónusta Barnahúss nær til barna um allt land og því krefst starfið ferðalaga.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Meðferðarviðtöl við börn og unglinga sem hafa sætt ofbeldi og fjölskyldur þeirra.
  • Rannsóknarviðtöl við börn og unglinga. 
  • Ráðgjöf og fræðsla til barnaverndarþjónustu. 
  • Skýrslu- og vottorðaskrif. 
  • Þátttaka í kynningarstarfi á starfsemi Barnahúss. 
  • Þátttaka í öðrum verkefnum í samráði við forstöðumann Barnahúss. 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Sálfræðingur með löggildingu á Íslandi er skilyrði.
  • Reynsla á sviði meðferðar barna er skilyrði.
  • Þekking og reynsla af vinnu með þolendum ofbeldis og/eða áfallameðferð.
  • Reynsla af vinnu með fjölskyldum og barnaverndarstarfi.
  • Frumkvæði, skipulagshæfni og lausnamiðuð vinnubrögð.
  • Mikilvægt er að hafa góða samstarfshæfni, sveigjanleika og jákvætt viðhorf til skjólstæðinga og samstarfsaðila.
  • Mikilvægt er að geta starfað vel undir álagi í lengri eða skemmri tíma.
  • Góð íslensku- og enskukunnátta skilyrði og önnur tungumálakunnátta er kostur
Fríðindi í starfi
  • 36 klst. vinnuvika
  • Íþróttastyrkur
  • Samgöngustyrkur
Advertisement published2. December 2025
Application deadline15. December 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
EnglishEnglish
Required
Advanced
Location
Gilsárstekkur 8, 109 Reykjavík
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.ProactivePathCreated with Sketch.PositivityPathCreated with Sketch.IndependencePathCreated with Sketch.PlanningPathCreated with Sketch.FlexibilityPathCreated with Sketch.Working under pressure
Professions
Job Tags