Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Sálfræðingur barna og unglinga - Heilsugæslan Efstaleiti

Heilsugæslan Efstaleiti auglýsir eftir sálfræðingi barna- og unglinga. Um er að ræða 50-80% ótímabundið starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. febrúar nk. eða samkvæmt nánara samkomulagi.

Um er að ræða ábyrgðarmikið og krefjandi starf og spennandi vettvang fyrir sálfræðing sem hefur áhuga á að verða þátttakandi í nýsköpun og framþróun í heilsugæslu og geðheilsumálum. Sálfræðingur starfar í þverfaglegu teymi með læknum, hjúkrunarfræðingum og öðru fagfólki í skemmtilegu starfsumhverfi sem er í stöðugri þróun.

Heilsugæslan á að vera fyrsti viðkomustaður í heilbrigðisþjónustu þar sem ólíkum þörfum notenda er mætt í nærumhverfi og þeim leiðbeint yfir í önnur kerfi heilbrigðisþjónustunnar eftir því sem þörf er á. Mikil þróunarvinna er í gangi og stöðugt er unnið að því að bæta þjónustu við skjólstæðinga.

Nánari upplýsingar um starfsemina má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).

Helstu verkefni og ábyrgð
 
  • Sálfræðiþjónusta fyrir börn og unglinga að 18 ára aldri
  • Mat og greining á vanda barna og unglinga
  • Einstaklingsmiðuð gagnreynd meðferðarvinna og sálrænn stuðningur
  • Hópmeðferð
  • Námskeiðahald, ráðgjöf og fræðsla
  • Handleiðsla og þjálfun nema í klínískri sálfræði
  • Samstarf og samráð við aðrar stofnanir í heilbrigðis- og félagsþjónustu
  • Þátttaka í þróun geð- og sálfræðiþjónustu í heilsugæslu
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leyfi frá landlækni til að starfa sem sálfræðingur er skilyrði
  • 5 ára starfsreynsla af klínísku starfi er æskileg
  • Reynsla af greiningu og meðferð barna og unglinga
  • Þekking og reynsla af gagnreyndum sálfræðiaðferðum
  • Faglegur metnaður og áhugi á uppbyggingu sálfræðiþjónustu í heilsugæslu
  • Sjálfstæði, frumkvæði og lausnamiðuð nálgun í starfi
  • Reynsla og áhugi á þverfaglegri teymisvinnu
  • Góð samskiptahæfni, lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
  • Góð íslenskukunnátta skilyrði
  • Góð tungumálakunnátta vel metin
Fríðindi í starfi
  • Heilsustyrkur
  • Samgöngustyrkur
Advertisement published18. December 2024
Application deadline6. January 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
EnglishEnglish
Required
Very good
Location
Efstaleiti 3, 103 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags