Mosfellsbær
Mosfellsbær
Mosfellsbær

Sálfræðingur

Við leitum að faglegum og lausnamiðuðum sálfræðingi til starfa á fræðslu- og frístundasviði Mosfellsbæjar. Viðkomandi mun starfa í teymi skóla- og ráðgjafarþjónustu sviðsins og þarf auk þess að vera í góðu samstarfi við foreldra og starfsfólk í skóla- og frístundastarfi bæjarins. Leitað er að öflugum einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á því hvernig hægt er að efla vellíðan og farsæld barna og fjölskyldna.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Almenn sálfræðiþjónusta við leik- og grunnskóla bæjarins
  • Ábyrgð á verkefnum sem tengjast sálfræðilegri ráðgjöf, flóknum greiningum og handleiðslu til barna í leik- og grunnskólum og foreldra þeirra
  • Opnir tímar fyrir nemendur á unglingastigi í viðkomandi skólum
  • Námskeiðahald fyrir foreldra leik- og grunnskólabarna
  • Samstarf við aðra aðila sem koma að málefnum barna
  • Þátttaka í heilsueflingar- og forvarnastarfi sem miðar að vellíðan og farsæld allra barna
  • Frumkvæði og þátttaka í umbóta-, nýbreytni- og þróunarverkefnum
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Starfsbundin réttindi til að starfa sem sálfræðingur á Íslandi
  • Framúrskarandi fagleg þekking og starfsreynsla
  • Haldbær hæfni og reynsla af námskeiðahaldi og gerð fræðsluefnis/námskeiða fyrir fjölbreyttan hóp foreldra
  • Framúrskarandi samskiptahæfni og þjónustumiðuð hugsun
  • Sjálfstæði í störfum, ríkt frumkvæði, drifkraftur, jákvæðni og færni í þverfaglegu samstarfi.
  • Góð kunnátta í íslensku og ensku og hæfni til að setja mál fram í ræðu og riti.
Advertisement published9. January 2026
Application deadline19. January 2026
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
EnglishEnglish
Required
Advanced
Location
Þverholt 2, 270 Mosfellsbær
Type of work
Professions
Job Tags