Sæplast Iceland ehf
Sæplast er alþjóðlegt fyrirtæki þar sem skapandi hugsun og áhersla á öryggi, gæði, framleiðni og umhverfismál skila afburðar vörum til viðskiptavina okkar.
Sæplast er í fararbroddi í heiminum í hönnun, þróun, framleiðslu og sölu á hverfisteyptum endurnýtanlegum og endurvinnanlegum kerum fyrir sjávarútveg, kjötiðnað og fleiri markaði. Þá er Sæplast leiðandi í þróun, framleiðslu og sölu á hverfisteyptum fráveitulausnum á landsvísu.
Sæplast er hluti af Rotovia samstæðunni. Rotovia er alþjóðlegt framleiðslufyrirtæki sem á rætur sínar að rekja til Íslands og er í dag í eigu íslenskra fjárfesta. Félagið er eitt stærsta hverfisteypufyrirtæki í Evrópu, með tíu framleiðslueiningar í sjö löndum auk viðamikils sölunets á heimsvísu. Það þjónar fjölbreyttum hópi viðskiptavina í mismunandi atvinnugreinum, með sérstaka áherslu á matvælaiðnaðinn.
Hjá Sæplasti á Dalvík starfa um 60 manns. Í framleiðslunni er unnið á þrískiptum 10 manna vöktum, frá sunnudegi (kl.16:00) fram til kl 16:00 á föstudögum.
Framleiðsluferlið byggir á hverfissteypu þar sem plasthráefni er sett í lokað mót og því snúið um tvo ása inni í ofni. Þegar mótið hitnar bráðnar hráefnið og sest á innra yfirborð þess og eftir að allt plastið hefur bráðnað er mótið tekið úr ofninum og kælt.
Sæplast leggur upp úr góðu og sveigjanlegu starfsumhverfi fyrir starfsfólk sitt ásamt reglulegri þjálfun, sí- og endurmenntun. Innan Sæplasts starfar öflugt starfsmannafélag sem stendur reglulega fyrir skemmtilegum viðburðum.
Sæplast er traustur og skemmtilegur vinnustaður með góðan starfsanda. Sæplast býður upp á samkeppnishæf laun og starfsöryggi þar sem fagleg vinnubrögð, öryggi og heilsa starfsmanna er í fyrirrúmi.
Rafvirki í viðhaldsdeild / Electrician in maintenance depart
Sæplast Iceland ehf leitar af öflugum og metnaðarfullum rafvirkja í viðhaldsdeild fyrirtækisins.
Um er að ræða fjölbreytt, krefjandi og áhugavert framtíðarstarf við góðar starfsaðstæður í verksmiðju Sæplasts á Dalvík.
Sæplast Iceland ehf is looking for a robust and ambitious electrician in the company's maintenance department.
It is a diverse, challenging and interesting permanent job with good working conditions in Sæplast's factory in Dalvík.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Skráning og utan umhald verkefna úr viðhaldskerfi.
- Sinna fyrirbyggjandi viðhaldi og eftirliti með búnaði
- Bilanaleit og viðgerðir á vélum og tækjum fyrirtækisins
- Samstarf og þjónusta við aðrar deildir
- Þátttaka í þróunar- og nýsköpunarverkefnum
- Uppsetning á nýjum vélbúnaði
- Registration and managing tasks from the maintenance system
- Perform preventive maintenance and monitoring of equipment
- Troubleshooting and repairing the company’s machines and equipment
- Collaboration and service with other departments
- Participation in development and innovation projects
- Installing new equipment
Menntunar- og hæfniskröfur
- Sveinspróf í rafvirkjun
- Þjónustulipurð og jákvætt hugarfar
- Öryggisvitund og lausnamiðuð hugsun
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Góð íslensku- og enskukunnátta
- Electrical journeyman's degree
- Service-oriented and positive attitude
- Safety awareness and solution-oriented
- Good communication skills
- Independent and organized
- Good Icelandic and English skills
Advertisement published18. December 2024
Application deadlineNo deadline
Language skills
English
IntermediateRequired
Icelandic
IntermediateRequired
Location
Gunnarsbraut 12, 620 Dalvík
Type of work
Skills
ProactivePositivityHuman relationsElectricianConscientiousPlanningJourneyman licenseMeticulousnessCustomer service
Professions
Job Tags
Other jobs (2)
Similar jobs (10)
Spennandi vélvirkja- og rafvirkjasumarstörf
Norðurál
Vörustjóri í véladeild
Fálkinn Ísmar / Iðnvélar
Rafvirki/tæknimaður
Rými
Rafvirkjar
VHE
Viltu ganga til liðs við hleðsluteymi ON?
Orka náttúrunnar
Rafvirki óskast
SI raflagnir ehf
Ljósleiðaratæknimaður - Norðurland
Netkerfi og tölvur ehf.
Rafvirki
Statik
Samviskusamur sérfræðingur í viðhaldi rafbúnaðar
RARIK ohf.
Rafvirki
Blikkás ehf