Sýni ehf.
Sýni ehf.
Sýni ehf.

Ráðgjafi hjá Sýni

Sýni auglýsir eftir matvælafræðingi með reynslu í starf ráðgjafa. Leitað er eftir einstaklingi sem er í senn skipulagður, vinnusamur, sjálfstæður, sveigjanlegur og með góða samskiptahæfni. Um er að ræða fullt starf sem er afar fjölbreytt.

Ráðgjafar Sýnis búa yfir áratuga langri reynslu og hafa verið í farabroddi við að tengja saman starfsemi á mismunandi stigum matvælakeðjunnar og þjónustað fjölda fyrirtækja í matvælaiðnaðinum í yfir 30 ár.

Starfið felst í margvíslegri ráðgjöf og fræðslu þar sem sérstök áhersla er lögð á matvælaöryggi og gæðamál.

Helstu verkefni og ábyrgð
  •   Almenn ráðgjöf í gæðamálum og matvælaöryggi
  •   Uppsetning gæðahandbóka og innleiðing gæðakerfa
  •   Gæðastjóri að láni, stuðningur við gæðastjóra
  •   Innra eftirlit og sannprófun gæðakerfa
  •   Óháðar úttektir
  •   Merkingar matvæla og innihaldslýsingar
  •   Fræðsla og kennsla námskeiða

Menntunar- og hæfniskröfur
  •  Háskólapróf í matvælafræði eða annað sambærilegt nám
  •  Reynsla og þekking sem nýtist í starfi
  •  Reynsla af GFSI viðurkenndum stöðlum kostur
  •  Hæfni í mannlegum samskiptum, skipulögð vinnubrögð, frumkvæði og sveigjanleiki
  •  Góð almenn tölvukunnátta og upplýsingalæsi
  •  Gott vald á íslensku og ensku í faginu

Advertisement published20. October 2025
Application deadline10. November 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
EnglishEnglish
Required
Intermediate
Location
Víkurhvarf 3, 203 Kópavogur
Type of work
Professions
Job Tags