
Ótímabundnar stöður landvarða við Dyrhólaey og Gullfoss og Geysi
Náttúruverndarstofnun leitar að metnaðarfullum og jákvæðum landvörðum í framtíðarstarf við Dyrhólaey og Skógafoss annars vegar og Gullfoss og Geysi hins vegar. Sem landvörður tekur þú þátt í fjölbreyttum og mikilvægum verkefnum sem stuðla að verndun og varðveislu náttúrunnar. Verkefni landvarða fela meðal annars í sér að efla innviði og umhirðu svæða, leiðbeina og fræða gesti um náttúru landsins, fylgjast með ástandi umhverfisins og leggja sitt af mörkum til að tryggja að Ísland verði áfram einstakur staður. Landverðir gegna lykilhlutverki í að fræða gesti um náttúruna og hvetja til ábyrgðar í umgengni við hana.
Störf landvarða eru fjölbreytt, skemmtileg og lífleg. Á meðal helstu verkefna má nefna:
- 
Samskipti við gesti þar sem lögð er áhersla á miðlun upplýsinga og fræðslu, meðal annars í formi fræðslugangna og barnastunda.
 - 
Umsjón og eftirlit með starfssvæðum ásamt vöktun náttúrufars til að tryggja verndun og sjálfbæra nýtingu svæðanna.
 - 
Viðhald innviða, s.s. vetrarþjónusta stíga, merking gönguleiða, umhirða svæða og ræsting.
 - 
Viðbrögð við óvæntum aðstæðum, þar með talið slysum.
 - 
Afgreiðslu og upplýsingagjöf í gestastofu.
 - 
Smærri framkvæmdir og önnur tilfallandi verkefni.
 - 
Eftirlit með leyfisskyldum framkvæmdum og viðburðum.
 
- 
Framúrskarandi samskiptahæfni og færni í að miðla upplýsingum á áhrifaríkan hátt.
 - 
Sterk þjónustulund, sveigjanleiki og lausnamiðuð nálgun við fjölbreyttar áskoranir.
 - 
Umhverfisvitund, verkkunnátta og áreiðanleiki með stundvísi að leiðarljósi.
 - 
Góð skipulagsfærni og hæfni til að starfa undir álagi.
 - 
Landvarðaréttindi, gild ökuréttindi og gild réttindi í fyrstu hjálp eru kostur.
 - 
Starfsreynsla á friðlýstum svæðum eða önnur reynsla sem tengist verkefnum landvarða, t.d. náttúrutúlkun er mikill kostur.
 - 
Þekking á viðkomandi starfssvæði er kostur.
 - 
Góð kunnátta í íslensku og ensku er nauðsynleg, kunnátta í fleiri tungumálum er kostur.
 
Icelandic
English
