
Sýn
Sýn er leiðandi afl á sviði fjarskipta og fjölmiðlunar á Íslandi. Hjá Sýn sameinum við það besta úr heimi tækni og afþreyingar og breytum hversdagsleikanum í upplifun. Það er betra að vera með Sýn – hvort sem þú ert að horfa, hlusta, vafra eða vinna.
Hjá Sýn leggjum við áherslu á að starfsfólk upplifi vellíðan í vinnu. Það gerum við með því að búa starfsfólki framúrskarandi vinnuaðstöðu, huga að líkamlegri og andlegri heilsu þess og gefa því möguleika á sveigjanleika í vinnu. Við viljum að fólki líði vel í vinnunni, upplifi sig sem hluta af sterkri liðsheild, fái útrás fyrir sköpunarþörf sína og tækifæri til að takast á við verkefni þar sem styrkleikar þeirra fá helst notið sín. Sýn vill þannig stuðla að jákvæðri sjálfsmynd og góðu sjálfstrausti starfsfólks og að starfsfólk sýni frumkvæði í starfi. Við trúum því að fyrirtækinu gangi best þegar starfsfólkið er upp á sitt BESTA.

Netsérfræðingur
Sýn leitar að lausnamiðuðum einstaklingi í hlutverk netsérfræðings á upplýsingatæknisviði sem vinnur að ráðgjöf, uppsetningu og viðhaldi á netkerfum hjá viðskiptavinum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Rekstur og innleiðing netkerfa hjá viðskiptavinum
- Ráðgjöf til viðskiptavina um netlausnir og netöryggi
- Eftirlit með netbúnaði
- Hönnun á högun netkerfa
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af rekstri netkerfa og netöryggislausna
- Reynsla og þekking á netkerfum
- Hæfni í uppsetningu og stillingum á netbúnaði
- Vottanir á Fortinet eða Cisco eru kostur
Advertisement published8. August 2025
Application deadline21. August 2025
Language skills
No specific language requirements
Location
Suðurlandsbraut 8, 108 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags
Other jobs (1)
Similar jobs (1)