

Náms- og starfsráðgjafi/Nemi í náms- og starfsráðgjöf
Náms- og starfsráðgjafi í Seljaskóla, tímabundin staða til 1 árs, frá 1. október 2025 - eða eftir samkomulagi.
Laus er til umsóknar 60-100% staða náms- og starfsráðgjafa í Seljaskóla. Seljaskóli er grunnskóli fyrir nemendur í 1.-10. bekk og eru nemendur um 650 talsins. Starfsmenn skólans eru um 100 sem sinna mismunandi stöfum í þágu nemenda. Allt starf Seljaskóla byggir á teymisvinnu þannig að mikil samvinna ríkir um alla þætti skólastarfsins.
Að veita ráðgjöf um vinnubrögð.
Að veita persónulega ráðgjöf og stuðning.
Að veita ráðgjöf, hagsmunagæslu og upplýsingamiðlun sérhæfðra réttindamála.
Að veita ráðgjöf við náms og starfsval.
Að meta og greina náms- og starfsfærni.
Önnur verkefni sem yfirmaður felur og fellur undir starfsvið námsráða.
Að efla og viðhalda fagþekkingu sinni með reglubundinni endur- og símenntun.
Að taka þátt í teymisvinnu og vera í góðu samstarfi við aðra starfsmenn.
Að sinna skráningu og miðlum gagna samkvæmt stefnu skólans.
Að veita kennurum og stjórnendum upplýsingar og ráðgjöf.
Að veita foreldrum upplýsingar um skólann, skólastarfið og gengi viðkomandi nemanda.
Að taka þátt á mati á skólastarfi.
Leyfi til að nota starfsheitið náms- og starfsráðgjafi eða nemi í náms- og starfsráðgjöf.
- Menningarkort-bókasafnskort
- Samgöngustyrkur
- Sundkort
- Heilsuræktarstyrkur
