Heilsuvernd Hjúkrunarheimili
Heilsuvernd Hjúkrunarheimili
Heilsuvernd Hjúkrunarheimili

Matreiðslumaður Heilsuvernd hjúkrunarheimili

Heilsuvernd Hjúkrunarheimili er með starfsemi á tveimur stöðum á Akureyri, Hlíð og Lögmannshlið. Hjá Heilsuvernd Hjúkrunarheimilum fer fram fjölbreytt og áhugaverð starfsemi í öldrunarþjónustu sem er í stöðugri þróun. Á hjúkrunarheimilunum dvelja íbúar í hjúkrunarrýmum, dvalarrýmum og timabundnum dvölum. Auk þess er starfrækt dagþjálfun og ýmis stoðþjónusta.

Unnið er eftir Eden hugmyndafræðinni með áherslu á sjálfstæði, góðan heimilisbrag og lífsgæði íbúanna. Markmið allrar þjónustu sem veitt er á Heilsuvernd Hjúkrunarheimilunum er að tryggja öryggi og vellíðan íbúa og standa vörð um sjálfsmynd þeirra og sjálfsvirðingu.

Heilsuvernd Hjúkrunarheimili óskar eftir að ráða matreiðslumann til starfa. Um framtíðarstarf er að ræða. Við leggjum áherslu á jákvæðni og góð samskipti, lipurð í þjónustu og einlægan áhuga á starfi í þjónustu við aldraða.

Hjá Heilsuvernd leggjum við okkur fram um að skapa glaðlegt og gott vinnuumhverfi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ábyrgð á daglegum rekstri eldhússins
  • Skipuleggur innkaup, verkefni og verkstýrir starfsfólki
  • Skipuleggur vaktir starfsmanna og ber stjórnunarlega ábyrgð gagnvart starfsfólki
  • Gæðaeftirlit í mötuneyti og ábyrgð á umgengni, umhirðu og þrifum eldhúss í samræmi við kröfur heilbrigðiseftirlitsins
  • Hefur frumkvæði að hagræðingu, faglegri þróun og skipulagningu á þjónustu
  • Þróar skilvirka vinnuferla innan eldhús og kemur með tillögur að vinnuferlum
  • Stuðlar að góðri samvinnu og hvetur til jákvæðra samskipta milli starfsmanna
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Sveinspróf í matreiðslu er skilyrði, viðbótarmenntun æskileg
  • Reynsla í næringarfræði og gerð sérfæðis er æskileg
  • Reynsla í hagkvæmum innkaupum, birgðastýringu og samskiptum við birgja
  • Þekking á úrbeiningu og vinnslu
  • Reynsla af stjórnun og teymisvinnu er nauðsynleg
  • Samskiptahæfni og rík þjónustulund eru nauðsynleg
  • Jákvætt viðhorf og færni í mannlegum samskiptum
  • Sjálfstæð vinnubrögð eru nauðsynleg
  • Færni í almennri tölvunotkun
  • Góð færni í íslensku
Advertisement published18. July 2025
Application deadline5. August 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Intermediate
EnglishEnglish
Required
Intermediate
Location
Austurbyggð 17, 600 Akureyri
Type of work
Professions
Job Tags