
Kópasteinn
Leikskólinn Kópasteini er fimm deilda leikskóli í tveimur húsum með 98 börn á aldrinum 1-5 ára á aldursskiptum deildum. Skólinn opnar kl. 7:30 og lokar kl. 16.30. Í starfinu er lögð áhersla á sjálfssprottinn leik í allri sinni fjölbreytni, lífsleikni, tónlist og málrækt.
Leikskólinn Kópasteinn hóf starfsemi árið 1964 og er fyrsti leikskólinn í Kópavogi. Kópasteinn stendur í ákaflega fögru umhverfi í hjarta Kópavogs við Borgarholtið. Kópavogskirkjan er á hæðinni fyrir ofan okkur, Listasafn Gerðar Helgadóttur blasir við og Salurinn. Þá er Borgarholtið hér allt í kring. Börnin þurfa því ekki að fara langt til að upplifa fagurt útsýni, fallegar byggingar og menningu. Vettvangsferðir eru tíðar í nærliggjandi stofnanir og nánasta umhverfi.
Börnin fara í vinnustundir í tónlist, skapandi starfi, málrækt og fleiru. Í sjálfssprottna leiknum er notað valkerfi en þá er fjölbreyttur efniviður í boði í frjálsum leiktíma barnanna. Samverustundir eru daglega inni á öllum deildum. Þar er lesið og sungið og hin ýmsu mál rædd í barnahópnum.
Endurvinnsla og endurnýting er samofin starfinu. Umhverfisfræðsla er stór þáttur af starfinu, á vorin og haustin er lögð áhersla á að vinna með náttúruna í víðum skilningi. Við sáum fyrir ýmsum jurtum, setjum niður kartöflur og höldum sérstaka Umhverfisdaga í skólanum.
Fjölmenning er allnokkur við skólann og við fögnum henni í daglegu starfi.

Matráður óskast
Leikskólinn Kópasteinn óskar eftir því að ráða matráð í framtíðarstarf.
Kópasteinn tók til starfa árið 1964. Skólinn er 5 deilda leikskóli í tveimur húsum með 98 börn á aldrinum 1 - 5 ára. Starfað er eftir Aðalnámskrá leikskóla, með áherslu á lífsleikni, tónlist og málrækt. Gaman saman eru einkunnarorð skólans sem endurspegla starfið og andann í leikskólanum.
Við óskum eftir metnaðarfullum og drífandi matráð sem hefur áhuga á að framleiða næringarríkan og bragðgóðan mat handa okkur.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Framleiðir hollan og næringaríkan mat fyrir börn og starfsfólk.
- Framleiðir mat fyrir börn með fæðuofnæmi / óþol.
- Vinnur samkvæmt því skipulagi sem leikskólastjóri ákveður.
- Hefur yfirumsjón með störfum aðstoðarmatráðs.
- Mikilvægt er að eiga gott samstarf við börn og aðra starfsmenn leikskólans.
- Sinnir þeim verkefnum er varða eldhús, þvottahús sem og kaffistofu sem yfirmaður felur honum.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Nám í matvælafræði.
- Þekking á framleiðslu og bakstri.
- Sjálfstæði, skipulag og metnaður í vinnubrögðum.
- Hreinlæti og snyrtimennska er skilyrði.
- Þekking og meðvitund um næringargildi og hollustu matvæla.
- Þekking á matargerð fyrir börn með bráðaofnæmi og óþol.
- Stundvísi, sveigjanleiki og jákvæðni.
- Góð samskiptahæfni.
- Góð íslenskukunátta skilyrði.
Fríðindi í starfi
Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins
Styttri vinnuvika
Advertisement published27. May 2025
Application deadline24. June 2025
Language skills

Required
Location
Hábraut 1, 200 Kópavogur
Type of work
Skills
ProactiveClean criminal recordNon smokerFlexibilityTeam work
Work environment
Professions
Job Tags
Other jobs (2)
Similar jobs (12)

Matreiðslumaður/ Chef de partie
Hótel Búðir ehf.

Chefs needed
Kröst

Kokkur / experienced chef
ION Adventure Hotel

Pizza Bakari / Pizza Baker Keflavík Ásbrú Reykjanesbæ
Public deli ehf.

Starfsmann vantar í eldhús.
Hægt og hljótt ehf

Matráður við leikskólann Eyravelli, Neskaupstað
Fjarðabyggð

Cooks and Pizza bakers (part-time)
Ráðagerði Veitingahús

Matreiðslumaður / Kitchen staff
Apotek kitchen + bar

Kokkanemi/Kokkur
Sumac Grill + Drinks

Framleiðslustjóri
Í einum grænum ehf

Fulltime kitchen assistant
2Guys

Line cook/chef
Scandinavian bistro