IKEA
Í dag starfa um 480 manns hjá IKEA á Íslandi, í lifandi alþjóðlegu umhverfi.
Þessi stóri samheldni hópur vinnur daglega að framgangi hugmyndafræði IKEA: „Að gera daglegt líf þægilegra fyrir sem flesta“.
Fjölbreytni er lykill að velgengni. Hjá IKEA, fögnum við öllum víddum fjölbreytileikans. Við leggjum áherslu á að skapa vinnuumhverfi þar sem öll eru velkomin, virt, studd og vel metin, sama hver þau eru eða hvaðan þau koma. Við erum fullviss um að sérstaða allra einstaklinga gerir IKEA betri.
Hér í IKEA leggjum við mikla áherslu á jákvæð samskipti á vinnustað og teljum sveigjanleika í starfi og samræmi milli vinnu og einkalífs vera mikilvægan þátt í starfsánægju.
Starfsemi fyrirtækisins býður upp á skapandi og skemmtileg störf og mikla möguleika á að þróast og vaxa í starfi – með jákvæðni að leiðarljósi.
Mannauðsfulltrúi IKEA – Tímabundin staða
Ert þú frábær í samskiptum, hefur gaman af því að skapa jákvæða vinnustaðamenningu og vilt leggja þitt af mörkum til þess að gera vinnustaðinn okkar enn betri? Þá ættir þú að lesa áfram!
Við leitum að mannauðsfulltrúa sem býr yfir krafti, jákvæðni og smá skvettu af húmor til að styrkja mannauðsteymið okkar. Ef þú elskar að vinna með fólki, vilt taka þátt í skemmtilegum verkefnum og finnst mikilvægt að fólk finni til sín á vinnustaðnum, þá gæti þetta verið starfið fyrir þig!
Helstu verkefni og ábyrgð
Þú munt sjá um fjölbreytt verkefni í mannauðsmálum og vinna með hressu og skapandi fólki á öllum sviðum fyrirtækisins. Helstu verkefnin eru:
- Stuðningur og ráðgjöf fyrir starfsfólk IKEA
- Þátttaka í ráðningum í samvinnu við stjórnendur
- Móttaka nýrra starfsmanna
- Aðstoð við utanumhald og skipulag fræðslu og gerð námskeiðsáætlana
- Umsjón með pöntunum og útdeilingu á starfsmannafatnaði
- Umsýsla vegna móttöku umsókna og útdeilingar á sumarbústöðum sem er í eigu starfsmannafélags IKEA
- Þátttaka í skipulagningu á viðburðum, uppákomum og teymisverkefnum
- Önnur tilfallandi mannauðsmál
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun í mannauðsstjórnun eða skyldum greinum er kostur.
- Reynsla af mannauðsstörfum eða sterkur áhugi á að læra af reynslumiklu teymi.
- Reynsla af ráðningum og umsjón með fræðslu er kostur.
- Framúrskarandi samskiptahæfni og frábær hæfni til að vinna með fjölbreyttum hóp af fólki.
- Góð íslensku- og enskukunnátta, bæði talað og ritað mál.
- Framtaksemi, jákvæðni og skapandi í hugsun – hafa gaman af því að finna nýjar og skemmtilegar leiðir til að bæta vinnustaðinn!
Fríðindi í starfi
- Niðurgreiddur heilsusamlegur matur með vegan valkosti og salati. Fríir ávextir og hafragrautur alla daga.
- Starfsfólki IKEA stendur til boða styrkur gegn því að nýta sér vistvænan og heilsusamlegan samgöngumáta til og frá vinnu.
- Aðgengi að námskeiðum og fræðslu til að styrkja persónulega hæfni.
- Frelsi til að koma með nýjar hugmyndir og þróa starfsemina áfram.
- Frábær starfsandi þar sem jákvæðni og lífsgleði eru í fyrirrúmi.
- Aðgengi að sumarbústöðum starfsmannafélags IKEA
Advertisement published12. November 2024
Application deadline26. November 2024
Language skills
Icelandic
ExpertRequired
English
Very goodRequired
Location
Kauptún 4, 210 Garðabær
Type of work
Skills
Clean criminal recordHuman resourcesHiring
Professions
Job Tags
Other jobs (1)