RÚV
RÚV starfar í almannaþágu og hefur það hlutverk að vekja, virkja og efla. Öflugt og samhent starfsfólk skoðar samfélagið með gagnrýnum hætti, segir mikilvægar sögur og þróar nýjar leiðir til miðlunar.
Mannauðráðgjafi
RÚV leitar að metnaðarfullum mannauðsráðgjafa til starfa við fjölbreytt verkefni í mannauðsteymi. Við höfum áhuga á að heyra frá öflugu fólki með sterka fagþekkingu sem sýnir frumkvæði og hefur brennandi áhuga á þróun starfsumhverfis.
Stefna RÚV er að vinnustaðarmenningin einkennist af jafnræði, samvinnu, umhyggju og sterkri liðsheild. Jafnrétti skal vera hornsteinn í ytra og innra starfi á inngildandi vinnustað þar sem unnið hefur verið markvisst að því að efla velferð starfsfólks.
RÚV er í virku faglegu samstarfi á vettvangi EBU (Sambands evrópskra almannaþjónustumiðla), m.a. á sviðum mannauðs-, fræðslu - og inngildingarmála.
Helstu verkefni og ábyrgð
Starfssviðið snýr að öllum helstu mannauðsverkefnum, s.s.:
· Þróun jákvæðrar vinnumenningar, starfánægjugreininga og eftirfylgni.
· Ráðgjöf til stjórnenda og starfsmanna í mannauðstengdum málum.
· Fræðslumál, starfs- og þekkingarþróun.
· Umsjón með ráðningum.
· Þróun tölfræði- og greiningarvinnu fyrir mannauðsmælikvarða.
Menntunar- og hæfniskröfur
· Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
· Starfreynsla í mannauðsmálum og góð þekking á faglegu mannauðsstarfi.
· Mjög góð samskiptahæfni og færni til að leiða árangursríka samvinnu.
· Áhugi og reynsla á þróun og umbótastarfi.
· Sjálfstæði, frumkvæði, framsækni og fagmennska í starfi.
· Sveigjanleiki og lausnamiðuð hugsun.
· Mjög góð íslenskukunnátta ásamt góðri enskukunnáttu og færni til að tjá sig í ræðu og riti á báðum tungumálum.
Advertisement published17. January 2025
Application deadline2. February 2025
Language skills
English
Very goodRequired
Icelandic
Very goodRequired
Location
Efstaleiti 1, 103 Reykjavík
Type of work
Skills
ProactiveAmbitionIndependenceFlexibilityTeam work
Professions
Job Tags