

Lyfjafræðingur í Lyfjaval Selfossi
Lyfjaval leitar að metnaðarfullum lyfjafræðingi í nýjasta apótek félagsins. Apótekið opnaði á Selfossi í febrúar 2025 og hefur gengið vonum framar. Opnunartíminn er 09:00-21:00 alla daga nema sunnudaga. Vinnutíminn er dag-, kvöld- og helgarvinna á vöktum.
Í apótekinu er góð verslun ásamt þremur bílalúgum. Í bílalúgunum upplifa viðskiptavinir mikið næði sem sömuleiðis veita lyfjafræðingum gott rými til þess að veita ráðgjöf.
Lyfjaval leggur metnað í að bjóða viðskiptavinum sínum lyf og aðrar heilsutengdar vörur, þar sem traust, fagmennska og nærgætni við viðskiptavini er í fyrirrúmi.
Um fullt starf er að ræða og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Nánanir upplýsingar veitir Helma Björk, lyfsöluleyfishafi á Selfossi, [email protected].
- Fagleg ráðgjöf til viðskiptavina
- Afgreiðsla lyfja samkvæmt lögum og reglugerðum um lyfsölu
- Samskipti við lækna og heilbrigðisstofnanir
- Þátttaka í innra gæðaeftirliti og umbótarverkefnum
- Háskólapróf í lyfjafræði
- Gilt starfsleyfi frá Embætti landlæknis
- Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
- Hæfni til að vinna í hóp
- Frumkvæði, áreiðanleiki og skipulögð vinnubrögð
- Áhugi á að taka þátt í að efla starfsemi Lyfjavals
- Afsláttarkjör hjá Lyfjaval og tengdum félögum Dranga
Icelandic
English
