Jónsbók
Jónsbók
Jónsbók

Lögfræðingur - Viðskiptaþróun & Sala – Jónsbók

Taktu þátt í að móta framtíð lögfræðinnar

Jónsbók er fyrirtæki sem býr til gervigreindarlausnir fyrir lögfræðinga á Íslandi, norðurlöndunum, Ungverjalandi og brátt fleiri Evrópulöndum.

Vegna aukinna umsvifa leitum við að öflugum liðsfélaga í viðskiptaþróun og sölu. Þetta er lykilhlutverk þar sem þú vinnur beint með stofnendum og teymi að því að stækka markaði, og tryggja framúrskarandi upplifun viðskiptavina.

Ef þú vilt vinna í umhverfi þar sem þú getur haft raunveruleg áhrif, mótað vöruna og tekið þátt í einum hraðast vaxandi hugbúnaðarsprota á Íslandi, þá er þetta tækifærið fyrir þig.

Sem hluti af Jónsbók munt þú:

  • Leiða sölu og viðskiptaþróun: finna tækifæri, byggja upp tengsl og samningagerð.

  • Kynna vöruna á fundum og útskýra virði hennar fyrir lögfræðingum og fyrirtækjum

  • Byggja upp og rækta viðskiptasambönd við lykilaðila (lögmannsstofur, fyrirtæki, opinbera aðila o.fl.)

  • Taka þátt í að þróa go-to-market: verðlagningu, skilaboð, söluefni, og ferla

  • Vinna þvert á teymi og koma endurgjöf viðskiptavina inn í vöruþróun

  • Styðja við innleiðingu og fyrstu skref viðskiptavina með vörunni (customer success / onboarding)

  • Taka þátt í uppbyggingu á nýjum mörkuðum, með möguleikum á ferðalögum og fundum erlendis eftir þörfum

Þú gætir passað í hópinn ef þú:

  • Ert lögmaður eða með sterka þekkingu á lögfræðilegum vinnubrögðum (mikill kostur)

  • Hefur reynslu af sölu, viðskiptaþróun eða ráðgjöf (B2B er kostur)
  • Hefur áhuga á tæknivörum og nýtur þess að læra nýja hluti (AI/LLM umhverfi er plús)

  • Þrífst í óvissu og hefur gaman af því að leysa verkefni þar sem lausnin er ekki augljós

  • Tekur ábyrgð, sýnir frumkvæði og ert mannblendin.

Kostir sem gætu gert þig að sterkum umsækjanda:

  • Reynsla af lögmanns- eða lögfræðistörfum
  • Þekking eða reynsla í markaðssetningu (skilaboð, efni, herferðir, vefur, samfélagsmiðlar)

  • Reynsla af því að vinna með CRM/sölupípulínu, samningsferlum eða innleiðingu viðskiptavina

  • Að hafa verið virkur í félagsstarfi, tengslaneti eða viðburðahaldi (og kunna að virkja samfélög)

  • Góð framkoma í kynningum og hæfni til að einfalda flókin mál

Af hverju Jónsbók?

  • Vertu hluti af ferðalagi þar sem þú getur haft raunveruleg áhrif

  • Starfaðu í fremstu röð við að móta hvernig gervigreind er notuð í lögfræði

  • Starfaðu með nýjustu tækni og teymi sem lærir og framkvæmir hratt í ört vaxandi hugbúnaðarfyrirtæki með viðskiptavini á Íslandi og erlendis

  • Möguleiki á ferðalögum og þátttöku í uppbyggingu á nýjum mörkuðum

  • Samkeppnishæf kjör og möguleiki á árangurstengingu

Advertisement published12. January 2026
Application deadline8. February 2026
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Intermediate
EnglishEnglish
Required
Intermediate
Location
Lágmúli 5, 108 Reykjavík
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.Cand.jur.PathCreated with Sketch.Artificial intelligencePathCreated with Sketch.BrandingPathCreated with Sketch.PositivityPathCreated with Sketch.MarketingPathCreated with Sketch.AmbitionPathCreated with Sketch.ContractsPathCreated with Sketch.Phone communicationPathCreated with Sketch.SalesPathCreated with Sketch.Business relations
Professions
Job Tags