Reykjanesbær
Reykjanesbær
Reykjanesbær

Listasafn Reykjanesbæjar - Sérfræðingur.

Listasafn Reykjanesbæjar leitar að myndlistarsérfræðingi til að afleysinga í eitt ár.

Listasafn Reykjanesbæjar er viðurkennt safn samkvæmt safnalögum og siðareglum ICOM. Hlutverk þess er að safna, varðveita, rannsaka og miðla samtímalist með fjölbreyttu sýningahaldi og fræðslu. Safnið stuðlar að virkum samskiptum við samfélagið, styður við listamenn og eflir gagnrýna hugsun, samheldni og sköpunarþor meðal fjölbreytts hóps gesta. Það þjónar sem lifandi vettvangur þar sem samfélag, listsköpun og framtíðarsýn mætast.

Næsti yfirmaður sérfræðings er safnstjóri Listasafns Reykjanesbæjar.

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Skráningar og rannsóknir á safnkosti Listasafns Reykjanesbæjar og ber ábyrgð á safneign ásamt safnstjóra.
  • Sinnir leiðsögn fyrir hópa og skólabörn um sýningar Listasafns Reykjanesbæjar eftir þörfum.
  • Er þátttakandi á öllum stigum sýningargerðar safnsins og sér um að rafrænir miðlar listasafnsins birti nýjustu upplýsingar um starfsemina.
  • Skrifar styrktarumsóknir og skýrslur í samvinnu við safnstjóra.
  • Vera tilbúin að vinna á kvöldin og um helgar þegar viðburðir safnsins krefjast þess.
  • Fær um að tjá sig um myndlist bæði í ræðu og riti á íslensku og ensku.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi eins og listfræði, safnafræði, menningarfræði…
  • Þekking á gagnagrunni Sarps er mikill kostur, en að öðru leyti vera tilbúin til þess að tileinka sér gagnagrunninn.
  • Nákvæm og skipulögð vinnubrögð.
  • Mjög góð hæfni bæði í ræðu og riti á íslensku og ensku.
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum ásamt því að eiga auðvelt með að vinna í hóp og koma fram fyrir framan hópa.
  • Vera  mikill unnandi myndlistar.
  • Almenn tölvukunnátta.
Fríðindi í starfi
  • Bókasafnskort
  • Gjaldfrjáls aðgangur að menningarhúsum
  • Gjaldfrjáls aðgangur í sund
  • Gjaldfrjáls aðgangur í strætó
Advertisement published25. September 2025
Application deadline8. October 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
EnglishEnglish
Required
Advanced
Location
Duusgata 2, 230 Reykjanesbær
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.Tech-savvyPathCreated with Sketch.ProactivePathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.AmbitionPathCreated with Sketch.Public administrationPathCreated with Sketch.Email communicationPathCreated with Sketch.ConscientiousPathCreated with Sketch.PlanningPathCreated with Sketch.Team workPathCreated with Sketch.Project management
Professions
Job Tags