

Lindaskóli óskar eftir aðstoðarmanni í mötuneyti nemenda
Lindaskóli er heildstæður grunnskóli í Kópavogi. Í skólanum um 460 nemendur í 1. -10. bekk og 90 starfsmenn. Þar ríkir góður starfsandi og vinnuaðstæður eru góðar. Lindaskóli leggur rækt við listir og menningu í skólastarfinu. Hann leggur jafnframt áherslu á umhverfismennt og tekur þátt í innleiðingu Barnasáttmálans. Virk heilsuefling er eitt einkenna skólans og hefur til margra ára verið í forystusveit skóla sem hafa tekið þátt í Skólahreysti. Mikil og góð samvinna er milli skólans og heimila í nærumhverfinu. Mikil áhersla er lögð á upplýsingatækni og fjölbreytta kennsluhætti.
Gildi Lindaskóla eru Vinátta, Virðing, Viska.
Aðstoð við matseld, skömmtun og frágang
· menntun sem nýtist í starfi er kostur
· reynsla af vinnu í mötuneyti er kostur
· góð hæfni og ánægja af mannlegum samskiptum
· íslenskukunnátta er æskileg
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags
Bent er á að samkvæmt lögum verða umsækjendur að skila sakavottorði
Nánari upplýsingar um starfið gefur Margrét Ármann skólastjóri [email protected]
Einungis er hægt að sækja um starfið í gegnum alferd.is













