Sveitarfélagið Ölfus
Sveitarfélagið Ölfus

Leikskólinn Hraunheimar leitar að leikskólakennurum

Ertu skapandi, metnaðarfull(ur) og með brennandi áhuga á að vinna með börnum í umhverfi þar sem leikurinn er í forgrunni?

Leikskólinn Hraunheimar í Þorlákshöfn er fjögurra deilda leikskóli sem mun opna 1. september 2025. Við leggjum áherslu á að skapa umhverfi þar sem börn læra í gegnum leik, þróa hæfni sína á fjölbreyttum sviðum og verða virkir þátttakendur í samfélaginu. Hugmyndafræði leikskólans byggir á læsi í víðu samhengi þar sem lögð er áhersla á eftirfarandi læsisþætti:

v Félags- og tilfinningalæsi

v Umhverfis- og samfélagslæsi

v Stafa- og stærðfræðilæsi

v Heilsulæsi

v Faglegt læsi starfsmanna og foreldra

Starfsmenn leikskólans munu vinna saman í teymum, þvert á deildir með það að markmiði að efla faglegt læsi starfsmanna, viðhalda og þróa stefnu leikskólans og byggja upp öflugt lærdómssamfélag þar sem allir starfsmenn hafa rödd og fá tækifæri til að læra hverjir af öðrum.

Hægt er að lesa meira um hugmyndafræði Hraunheima hér.

Um er að ræða 80-100% stöðu og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf 15-20. ágúst næstkomandi, jafnvel fyrr. Öll kyn eru hvött til að sækja um.

Helstu verkefni og ábyrgð

v  Vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu.

v  Skipuleggja og framkvæma fjölbreyttar náms- og leikjastundir í samræmi við stefnu leikskólans.

v  Hlúa að jákvæðum samskiptum, vellíðan og félagslegri færni barna.

v  Vinna í góðu samstarfi við börn, foreldra og samstarfsfólk.

v  Taka þátt í teymisvinnu þvert á deildir.

Menntunar- og hæfniskröfur

v  Leyfisbréf kennara eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi

v  Reynsla af vinnu í leikskóla æskileg.

v  Áhugi og vilji til að vinna í anda læsis í víðu samhengi.

v  Góð samskiptahæfni, jákvæðni og skipulagshæfni.

v  Frumkvæði, lausnamiðuð hugsun og metnaður til að ná árangri í starfi.

v  Góð íslenskukunnátta

Advertisement published28. March 2025
Application deadline18. April 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
Location
Bárugata 22 815 Þorlákshöfn
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.ProactivePathCreated with Sketch.PositivityPathCreated with Sketch.Human relations
Professions
Job Tags