Do you want to translate non-english job information to English?
Sólhvörf
Sólhvörf
Sólhvörf

Leikskólakennari eða leiðbeinandi óskast í Sólhvörf

Leikskólinn Sólhvörf tók til starfa árið 2008, þar dvelja um 130 börn á sjö deildum. Sólhvörf fylgir áherslum Hugsmíðahyggjunnar í uppeldisstarfi leikskólans með áherslu á sjálfræði barnsins.

Í Sólhvörfum vinnur skemmtilegur og samstarfsfús hópur af starfsfólki með víðtæka reynslu. Einkunnarorð skólans eru virðing, sjálfræði og virkni.

Athygli er vakin á því að Kópavogur hefur samþykkt 6 tíma gjaldfrjálsan leikskóla ásamt auknum sveigjanleika og takmörkun í opnunartíma leikskóla í dymbilviku, milli jóla og nýárs og vetrarfríum. Hér má sjá meira um það

Heimasíðan okkar er: https://solhvorf.kopavogur.is/

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Vinnur að uppeldi og menntun barnanna.
  • Tekur þátt í skipulagningu faglegs starfs deildarinnar undir stjórn deildarstjóra.
  • Vinnur í nánu samstarfi við foreldra/forráðamenn barnanna.
  • Sinnir þeim verkefnum er varðar uppeldi og menntun barnanna sem yfirmaður felur honum.
  • Starfið felur í sér almenna kennslu.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun.
  • Ábyrgur og jákvæður einstaklingur sem á auðvelt með mannleg samskipti.
  • Sjálfstæð vinnubrögð.
  • Góð íslenskukunnátta.
  • Ef ekki fæst leikskólakennari verður ráðinn starfsmaður með aðra uppeldismenntun eða leiðbeinandi.
Fríðindi í starfi

Allt starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins

Advertisement published28. February 2025
Application deadlineNo deadline
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
Location
Álfkonuhvarf 17, 203 Kópavogur
Type of work
Professions
Job Tags
Would you like some cookies? Alfred uses cookies to analyze traffic on the web and improve your experience. See more.