
Laus er til umsóknar ný staða sérfræðings í skipulagsmálum
Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita bs. leitar eftir sérfræðing í skipulagsmálum. Undir embættið heyra skipulags-, seyru- og byggingarmál sex sveitarfélaga. Við leitum af einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á skipulagsmálum. Viðkomandi þarf að vera jákvæður, ábyrgur og með góða skipulagshæfni ásamt lipurð í mannlegum samskiptum. Sérfræðingur í skipulagsmálum mun starfa í nánu samstarfi við skipulagsfulltrúa, starfsfólk og hagaðila innan sem utan embættisins með það að markmiði að stuðla að framþróun og umbótum í þessum mikilvæga málaflokki.
· Ráðgjöf og upplýsingagjöf um skipulag- og lóðamál.
· Samskipti og bréfaskrif.
· Undirbúningur funda skipulagsnefndar, lögformleg afgreiðsla erinda og eftirfylgni mála.
· Rýna og yfirfara skipulagsgögn.
· Önnur tilfallandi verkefni tengd skipulags- og lóðamálum.
· Framhaldsmenntun á háskólastigi sem nýtist í starfi.
· Reynsla af starfi tengdu skipulagsmálum er skilyrði.
· Þekking á opinberri stjórnsýslu.
· Metnaður og frumkvæði til að ná árangri í starfi.
· Hæfni í mannlegum samskiptum.
· Góð almenn tölvukunnátta.
