Advania
Advania
Advania

Launafulltrúi hjá Advania

Ert þú með umfangsmikla þekkingu á launavinnslu og langar að vinna í frábæru teymi? Þá erum við að leita að þér!

Starfssvið

Sem launafulltrúi hjá Advania munt þú bera ábyrgð á launavinnslu og tengdum verkefnum. Þú munt einnig sjá um skýrslugerð, ýmsar skráningar, upplýsingagjöf til starfsmanna og stjórnenda, úrbótaverkefni og annað tilfallandi. Auk þess munt þú hafa umsjón með og viðhalda jafnlaunakerfi fyrirtækisins.

Þú verður hluti af mannauðsteymi Advania, en teymið skipað sex frábærum einstaklingum sem hver og einn er sérfræðingur á sínu sviði. Þar af eru stöður launafulltrúa tvær en að vera með teymi í launavinnslunni skapar dýnamík, býður upp á fjölbreyttari verkefni og eykur stuðning og sveigjanleika fyrir báða aðila. Með þessu skipulagi eiga launafulltrúar þess kost að taka frí yfir mánaðarmót, sem er lykilatriði að okkar mati.

Mannauðssviðið sér um allt frá ráðningum og móttöku nýrra starfsmanna til stjórnun frammistöðumats og samtala milli starfsmanna og stjórnenda. Við framkvæmum vinnustaðagreiningar, sjáum um launamál, launaúrvinnslu og launagreiningar. Einnig bjóðum við upp á innri fræðslu og endurmenntun, stjórnum ýmsum viðburðum og veitum alhliða þjónustu og sérfræðiráðgjöf á sviði mannauðsmála.

Ef þú getur haldið ró þinni þegar launavinnslan er í fullum gangi, þá ertu sá sem við leitum að!

Þekking og reynsla

  • Reynsla af H3 launa- og mannauðskerfi er skilyrði, þar sem við vinnum launin í H3
  • Góð almenn tölvukunnátta er æskileg og mikilvægt að vera fær í Excel
  • Þjónustulund og gæði í samskiptum eru lykilatriði í dýnamísku teymi sem þjónustar yfir 600 starfsmenn Advania
  • Glaðlyndi og jákvæðni eru stór kostur, sérstaklega þegar ýmislegt gengur á
  • Öguð vinnubrögð eru forsenda þess að greiða rétt laun og það skiptir máli
Advertisement published16. October 2024
Application deadline29. October 2024
Location
Guðrúnartún 10, 105 Reykjavík
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.Payroll processing
Professions
Job Tags