Útilíf
Útilíf
Útilíf

Lagerstjóri Útilífs

Við leitum að ábyrgum, skipulögðum og drífandi einstaklingi til að stýra lager Útilífs.
Starfið er fullt starf með reglulegum vinnutíma, mánudaga til föstudaga kl. 8–16.

Um Útilíf

Útilíf á sér stað í hjarta margra Íslendinga þar sem verslunin hefur verið hluti af áhugamálum og lífsstíl landsmanna síðan 1974. Útilíf rekur íþróttaverslun í Kringlunni ásamt útivistarverslun í Skeifunni 11. Þá rekur Útilíf einnig The North Face á Hafnartorgi.

Útilíf er áfangastaður, þar er gott að vera og versla – en er á sama tíma upphaf ævintýra og minninga.

Útilíf leggur áherslu á að vera skemmtilegur og metnaðarfullur vinnustaður sem stuðlar að vexti og ánægju starfsmanna.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Dagleg stjórnun á lager og birgðahaldi.

  • Móttaka og afgreiðsla sendinga til og frá birgjum og verslunum.

  • Vöruinnlestur, birgðayfirlit og áfyllingar til verslana.

  • Skipulag og umsjón með lagerhúsnæði og verklagi.

  • Önnur tilfallandi verkefni tengd rekstri lagerins.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla af lagerstörfum er nauðsynleg.

  • Leiðtogahæfni og skipulögð vinnubrögð.

  • Framúrskarandi samskiptahæfileikar og jákvætt viðmót.

  • Góð tölvukunnátta og reynsla af innslætti í lagerkerfum.

  • Góð íslensku- og enskukunnátta.

  • Áhugi á útivist og heilbrigðum lífsstíl er mikill kostur.

Fríðindi í starfi
  • Skemmtilegt og hvetjandi vinnuumhverfi.

  • Frábæran starfsanda og öflugt teymi.

  • Góður starfsmannaafsláttur.

Advertisement published1. November 2025
Application deadline16. November 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
EnglishEnglish
Required
Intermediate
Location
Skútuvogur 11, 104 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags